is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13575

Titill: 
  • „Ég er ekki hreykinn en ég er ánægður.“ Rannsókn á lífi Þórðar Tómassonar og Byggðasafninu í Skógum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með þessari ritgerð er ætlunin að varpa ljósi á Þórð Tómasson rithöfund og safnstjóra í Skógum sem einstakling, fræðimann og rithöfund í fimm megin köflum rannsóknarinnar. Byggðasafninu í Skógum verða gerð nokkur skil, húsakynnum safnsins, uppbyggingu og innviðum og fjallað um útgefið efni í rituðu og töluðu máli eftir Þórð. Aukinheldur er farið yfir nokkur hugtök menningararfs til þess varpa ljósi á hvernig Þórður hefur sett spor sín á menningararf Íslendinga í gegnum áratugina með vinnu sinni innan þjóðfræðanna. Að viðbættum ofangreindum fimm meginköflum hefur ritgerðin að geyma inngangsorð, niðurstöðukafla og lokaorð. Ennfremur hefur hún að geyma tvo viðauka sem settir eru aftan við heimildaskrá. Sá fyrri innheldur ljósmyndir tengdar rannsókninni en sá síðari er talsvert viðameiri og inniheldur hann fimm töflur sem hafa að geyma efni sem Þórður hefur komið að útgáfu eða framleiðslu á með einum eða öðrum hætti.
    Uppistaða meginkaflanna fimm er eftirfarandi. Fyrsti kafli geymir útskýringar á þeim hugtökum sem notuð voru við rannsóknarhluta ritgerðarinnar. Annar kafli er um Þórð sjálfan, uppvöxt, menntun og starfsferil. Kafli þrjú fjallar um Skógasafn og uppbyggingu safnasvæðisins í Skógum. Í fjórða kafla er fjallað um ritverk Þórðar og ritstörf ásamt hljóðskrám og öðru efni sem hann hefur verið viðriðinn útgáfu á. Í fjórða kafla eru einnig nokkrar tölfræðiupplýsingum um útgáfu á verkum hans og fjölbreytileika þeirra hugverka sem hann hefur tekið þátt í. Fimmti kafli lýtur að menningararfi Íslendinga með tengingu við Þórð og safnið í Skógum með tilliti til þeirra hugtaka sem farið er yfir í fyrsta kafla. Í lokin eru dregnar ályktanir og niðurstöður úr þeim fimm köflum sem ritgerðin er byggð upp á, og sýnt með óyggjandi hætti fram á tengsl Þórðar Tómassonar við menningararf Íslendinga. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Þórður hefur lagt til gríðarlegt magn af efni til íslenskrar menningar með skrifum sínum auk þess að vera einn upphafsmanna að stærsta byggðasafni landsbyggðarinnar.

Samþykkt: 
  • 3.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerdin-Ba-pdf.pdf2.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna