is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13576

Titill: 
  • „Við erum ekki kennslubók í baráttunni gegn hryðjuverkum. Við erum sjónvarpsþáttur.“ Birtingarmynd öryggisstefnu Bandaríkjanna í sjónvarpsþáttunum 24
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á þá mynd af öryggisstefnu Bandaríkjanna sem dregin er upp í sjónvarpsþáttunum 24 í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 og hvernig hún er réttlætt þar. Notast er við orðræðugreiningu í anda Michel Foucault. Með henni er reynt að svara þeim spurningum hvort pyntingar séu réttlættar sem tól í baráttunni gegn hryðjuverkum, hvort sú ímynd sé dregin upp af múslimum að þeir séu hryðjuverkamenn og hvort sértækar aðgerðir gegn múslimum í þágu öryggis séu lögmætar. Kenningagrunnur ritgerðarinnar byggir á kenningum sem varða poppmenningu og öryggismál. Mótunarhyggja, póststrúktúralismi og póstmódernismi eru útskýrð í tengslum við poppmenninguna en sá hluti sem snýr að öryggismálum er byggður á raunhyggju og frjálslyndisstefnu. Til að grundvalla umræðuna enn betur er mismunandi nálgun á baráttuna gegn hryðjuverkum skilgreind út frá svokölluðum „10. september hugsun“ og „12. september hugsun“. Í þeim birtast fræðilegar nálganir raunhyggju og frjálslyndisstefnu gagnvart öryggishugtakinu. Orðræðugreining leiddi í ljós að í mörgum tilvikum eru pyntingar sýndar í jákvæðu ljósi, múslimar gerðir að hryðjuverkamönnum og sértækar öryggisaðferðir gegn múslimum notaðar í sjónvarpsþáttunum 24. Færð eru rök fyrir því að þar með sé réttlætt öryggisstefna Bandaríkjanna á tímabilinu eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 þar til þættirnir voru teknir af dagsskrá árið 2010. Hins vegar tekur orðræðan miklum breytingum á milli þáttaraða og er hún yfirleitt í takt við þann tíðaranda sem ríkti á þeim tíma sem hver þáttaröð af 24 var frumsýnd í sjónvarpi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this dissertation is to examine how the security policy of the United States of America after the terrorist attacks on 9/11 2001 is portrayed in the popular television series 24 and justified on the show. Foucaultian discourse analysis is utilized to clarify if torture is legitimized on the show, if and how muslims are portrayed as terrorist and whether security measures specifically aimed at muslims are justified. The theoretical framework is based on theories concerning pop culture and security issues. Constructivism, poststructuralism and postmodernism are outlined in regards to pop culture and the part concerning security issues is based on realism and liberalism. To extend the framework regarding the fight against terrorism the concepts of “September 10 thought” and “September 12 thought” are introduced. Within those concepts the different takes of realism and liberalism on the fight against terrorism can be found. The discourse analysis found that in many cases torture is shown in a positive light, muslims are portrayed as terrorists and security measures specifically aimed at muslims are frequently used. It is argued that the show justifies the security policy of the USA in timeframe between 9/11 and the time the show is cancelled in 2010. However it is also concluded that the discourse changes significantly between series of 24 in accordance to the zeitgeist of US society at the time of their original airing on television.

Samþykkt: 
  • 3.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - PéturFannberg.pdf926.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna