ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Rafræn tímarit>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13578

Titill

Námssamfélag í kennaranámi : rannsóknarkennslustund

Útgáfa
Desember 2012
Útdrættir
  • Í þessari grein er sagt frá rannsókn á rannsóknarkennslustund (e. lesson study) sem leið til að byggja upp námssamfélag í kennaramenntun. Í rannsóknarkennslustund felst að hópur kennara og kennaranema skipuleggur saman, rannsakar og ígrundar kennslustund með ákveðin markmið í huga. Rannsakað var hvernig námssamfélag myndaðist meðal stærðfræðikennaranema vormisserin 2009 og 2010 þegar þeir prófuðu að nota þessa aðferð með kennurum sínum. Niðurstöður sýndu að rannsóknarkennslustund getur stutt við myndun námssamfélags þar sem kennaranemar þróa færni sína í faglegri umræðu og auka um leið samstarfshæfni sína, en hvort tveggja er talið mikilvægt í kennaramenntun og kennarastarfi. Þátttaka í rannsóknarkennslustund getur jafnframt stutt kennaranema í að taka mið af námi nemenda og inntaki þegar þeir skipuleggja kennslu í samvinnu. Rannsóknarkennslustund getur því reynst kennaranemum vel til að læra að kenna og leggja
    grunn að starfsþróun sinni.

  • en

    Research on the use of lesson study in building a learning community in teacher education is presented. In lesson study a group of teachers or teacher students, together plan, research and reflect on one lesson with particular goals in mind. The focus of the study was how the teacher students in mathematics created a learning community when trying out lesson study. The study took place in the spring terms of 2009 and 2010 in cooperation with teacher educators. It showed that lesson study can create a learning community where teacher students develop their professional language and collaborative competence, both of which are considered to be important issues in
    teacher education and in the teaching profession. Taking part in lesson study can also support teacher students in focusing on pupils’ learning, as well as on content. The research showed that the use of lesson study can be useful for teacher students who are learning to teach and starting their professional development.

Birtist í

Netla

ISSN

1670-0244

Athugasemdir

Greinaflokkur um kennaramenntun til heiðurs Ólafi J. Proppé sjötugum á tíu ára afmæli Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun

Samþykkt
3.1.2013


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
014.pdf311KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna