is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13581

Titill: 
  • „Alltof hefðbundið munstur sem okkur var boðið upp á." Kvennalistinn á Húsavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð sem er BA-verkefni í stjórnmálafræði og kynjafræði fjalla ég um Kvennalistann á Húsavík sem var stofnaður fyrir Alþingiskosningarnar 1983 og starfaði til ársins 1999. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1986 fóru konurnar í samstarf við Alþýðubandalag og óháða og buðu fram lista með þeim. Framboðið skilaði þeim einum bæjarfulltrúa, einum varabæjarfulltrúa og fulltrúum í hinar ýmsu nefndir bæjarins.
    Konurnar voru mjög virkar þann tíma sem listinn starfaði og bæjarfulltrúanum héldu þær í þrjú kjörtímabil. Þær hittust reglulega til að ræða málin og styðja hverja aðra í því sem þær voru að gera, hvort sem það var í bæjarstjórn eða innan nefnda og opnuðu kosningaskrifstofu fyrir sveitarstjórnar- og Alþingiskosningar.
    Rannsóknin byggir á viðtölum sem ég tók við fimm þessara kvenna og í ritgerðinni skoða ég hvaða erindi þær telja sig hafa átt í pólitík, hverju þær vildu koma til leiðar og hvað þær telja sig hafa skilið eftir sig. Ég skoða líka hvort að það að þær voru fulltrúar sérstaks kvennalista hafi haft áhrif á á upplifun þeirra af stjórnmálastarfinu. Niðurstaðan er sú að konurnar telja framboð sitt sem Kvennalistakvenna hafa skilað heilmiklu en eru þess líka fullvissar að samstarfið sem þær áttu við aðra hafi verið þeim mikilvægt til árangurs.

Samþykkt: 
  • 4.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf505.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna