is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13586

Titill: 
  • Stöðvunarréttur í fasteignakaupum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að gefa heildarmynd af því regluverki sem gildir um vanefndarúrræðið stöðvunarrétt þegar um fasteignakaup er að ræða. Fyrir setningu fasteignakaupalaga nr. 40/2002 (fkpl.) ríkti mikil óvissa um hvernig beita ætti úrræðinu stöðvunarrétti í framkvæmd og voru þeir aðilar sem beittu úrræðinu ekki vissir um, hvort það væri þeim hagkvæmt að beita úrræðinu eða ekki. Hugtakið stöðvunarréttur hefur verið skilgreint svo að það sé réttur aðila að gagnkvæmum samningi, til að halda eftir eigin greiðslu vegna vanefndar viðsemjanda hans. Stöðvunarrétti er þó aðeins beitt til bráðabirgða, þar sem úrræðið veitir aðila eingöngu heimild til að halda eftir eigin greiðslu tímabundið. Í ritgerðinni verður í fyrsta lagi vikið að forsögu fkpl. en fyrir gildistöku laganna giltu ekki sérstök lög hér á landi um fasteignakaup og voru reglur á sviðinu því ólögfestar. Í öðru lagi verður fjallað um helstu skyldur bæði kaupanda og seljanda þegar um fasteignaviðskipti er að ræða. Í þriðja lagi verður greint frá því hverjar teljast vera helstu vanefndir samningsaðila og hvaða önnur úrræði en stöðvunarrétt aðilar hafa heimild til að beita, verði um vanefnd af hálfu samningsaðila að ræða. Í fjórða lagi verður vikið að samhengi milli greiðslna aðila í fasteignakaupum en meginreglan er sú að samningsaðilum ber að inna greiðslu sína af hendi samtímis. Í fimmta lagi verður síðan fjallað almennt um hugtakið stöðvunarrétt, hvert umfang úrræðisins er og hver séu skilyrði beitingar úrræðisins og vikið að þeim sjónarmiðum sem búa að baki stöðvunarrétti. Einnig verða rakin önnur skyld réttarúrræði og um leið gerð grein fyrir þeim atriðum er skilja þau frá stöðvunarrétti. Þá verður hugað að dómum Hæstaréttar Íslands um stöðvunarrétt með það að markmiði að skoða hvernig úrræðinu var beitt í framkvæmd fyrir setningu fkpl. Því næst verður litið til dóma Hæstaréttar Íslands sem varpa ljósi á það hvernig úrræðinu er beitt í framkvæmd og hverjar afleiðingarnar séu þegar stöðvunarrétti er beitt réttilega eða ranglega. Ritgerðin mun einskorðast við umfjöllun um stöðvunarrétt í fasteignakaupum enda þótt úrræðinu sé einnig beitt á öðrum sviðum kauparéttar, en fasteignakauparéttur er ein af undirgreinum kauparéttar og fellur undir fjármunarétt í fræðikerfi lögfræðinnar. Þar sem fasteignakaupalögin hér landi eru að miklu leyti byggð á norskum lögum er gert stuttlega grein fyrir stöðvunarrétti í Noregi og jafnframt vikið að því hvernig úrræðinu er beitt í Danmörku og Svíþjóð. Að lokum verða dregnar saman helstu niðurstöður höfundar um skilyrðin fyrir beitingu stöðvunarréttar í fasteignakaupalögum.

Samþykkt: 
  • 4.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyrún Magnúsdóttir_ritgerð-finalX.pdf723.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna