is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13587

Titill: 
  • Jafnræði málsaðila í sakamálaréttarfari
  • Titill er á ensku Equality of Arms
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það liggur í hlutarins eðli að sakborningur stendur með ýmsum hætti höllum fæti í samanburði við ákæruvaldið og eru honum því búin ýmis réttarfarshagræði, í þeim tilgangi að rétta hlut hans, og koma í veg fyrir að saklaus maður verði dæmdur sekur. Jafnræði skal því ávallt ríkja milli málsaðila, og er mikilvægt að þessi réttindi séu í heiðri höfð.
    Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir því hvað felst í meginreglunni um jafnræði málsaðila. 2. kafli hefst á almennri umfjöllun um meginreglur laga þar sem greint verður á milli varanlegra og tímabundinna meginreglna. Að auki verður umfjöllun um meginreglur á sviði lögskýringarfræða, og hvaða þýðingu meginreglur sakamálaréttarfars hafa. Einnig verður vikið að þróun réttarfars hér á landi og sjónum þá einkum beint að réttarstöðu sakaðs manns.
    Þar sem meginreglan um jafnræði málsaðila er m.a. leidd af Mannréttindasáttmála Evrópu hefst 3. kafli á aðdraganda að gerð sáttmálans og gert verður grein fyrir réttarheimildalegri stöðu hans. Því næst verður vikið að Mannréttindadómstóli Evrópu og hvaða hlutverki hann gegnir við túlkun MSE. Áhersla verður lögð á greiningu á þeim kröfum sem Mannréttindasáttmáli Evrópu gerir svo að sakborningur teljist hafa hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi, og sjónum þá einkum beint að 1. og 3. mgr. 6. gr. MSE. Í þeim tilgangi verður einnig leitast við að draga ályktanir af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um hvað sé fólgið í meginreglunni um jafnræði málsaðila en af almennu orðalagi 6. gr. MSE leiðir að það er nánast óhugsandi að fá skýra mynd af efni hennar án þess að hafa til hliðsjónar úrlausnir dómstólsins.
    Í 4. kafla verður vikið að íslenskum rétti og lögum um meðferð sakamála, og þá skoðað hvaða vægi meginreglunni er gefið og hvernig henni er beitt í dómum Hæstaréttar. Að því loknu verður skoðað að hvaða marki beiting íslensks réttar samræmist Mannréttindasáttmála Evrópu, þ.e., hvort íslensk löggjöf og dómaframkvæmd gangi nægilega langt í að tryggja mönnum þau réttindi sem fram koma í Mannréttindasáttmála Evrópu. Loks eru helstu niðurstöður dregnar saman í 5. kafla.

Samþykkt: 
  • 4.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Angela Eggertsdottir-final.pdf723.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna