is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13600

Titill: 
  • Titill er á ensku Education and Health: Effects of School Reforms on Birth Outcomes in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið: Að nota breytingar á gagnfræðaskólakerfi Íslands til að rannsaka afleiðingar menntunar á tíðni fyrirburafæðinga og lágrar fæðingarþyngdar. Breyting á lögum um grunnskóla árið 1974 hafði áhrif á uppbyggingu gagnfræðaskólakerfis og var að hluta til innleitt árið 1985 þegar lengd skólaskyldu var aukin um eitt ár. Báðar breytingarnar voru rannsakaðar.
    Gögn og tölfræðivinnsla: Gögnin sem notuð voru eru úr Fæðingaskrá Íslands og innihalda allar fæðingar frá árinu 1982 til miðs árs 2012. Úrtakinu var skipt eftir því hvort mæður tilheyrðu þeim árgöngum sem skólabreytingarnar höfðu áhrif á eða ekki. Lagabreytingin sem gekk í gegn árið 1974 hafði first áhrif á nemendur sem fæddust árið 1959. Breytingin árið 1985 hafði á sama hátt áhrif á nemendur sem fæddust árið 1970.
    Ósamfelld línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta áhrif skólabreytinganna á háðu breyturnar fæðingarþyngd og meðgöngulengd. Einnig var logit aðferð notuð til að rannsaka áhrif á tvíkostabreyturnar léttburafæðing og fyrirburafæðing og mæður sem fæddar voru sitthvoru megin við ákveðinn tímapunkt voru bornar saman.
    Útkomur: Útkomur úr ósamfelldu línulegu aðhvarfsgreiningunni sýndi að breytingarnar á skólakerfinu höfðu tölfræðilega marktæk áhrif á fæðingarútkomur. Breytingin 1974 hafði jákvæð áhrif á meðgöngulengd og breytingin 1985 hafði jákvæð áhrif á fæðingarþyngd og neikvæð áhrif á meðgöngulengd. Útkomurnar úr logit greiningunum voru samskonar, þannig að þær konur sem skólabreytingarnar höfðu áhrif á voru ólíklegri til að eignast léttbura og fyrirbura.
    Niðurstöður: Breytingar á íslenska grunnskólakerfinu höfðu jákvæð áhrif á meðgöngulengd og fæðingarþyngd, með einni undantekningu. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir þar sem áhrif menntunnar á heilsu hafa verið rannsökuð með því að nota ýmsa heilsumælikvarða sem háðar breytur.

Samþykkt: 
  • 7.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Helga Birgisdóttir-print2PDF.pdf320.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna