is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13616

Titill: 
  • Leikur og læsi í leikskólum
Útgáfa: 
  • Desember 2011
Útdráttur: 
  • Færst hefur í vöxt í leikskólum á Íslandi að börnum sé kennt að lesa. Í leikskólum er löng hefð fyrir því að líta á leikinn sem helstu náms- og þroskaleið ungra barna en svo virðist sem lestrarkennslan sé stýrðari en hefðbundið leikskólastarf. Vísbend-
    ingar um aukna formlega kennslu í hóp koma meðal annars fram í niðurstöðum skýrslu um málumhverfi og lestrarnám barna í tíu leikskólum sem greinarhöfundur samdi ásamt Ingibjörgu Ósk Sigurðardóttur fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið vorið 2011. Stýrð lestrarkennsla, sem birtist í sumum leikskólanna í þessari skýrslu, er í samræmi við þróunina í þessum efnum víða erlendis, ekki síst í Bandaríkjunum. Þó eru mjög skiptar skoðanir um formlega lestrarkennslu ungra barna og tekist er á um starfshætti. Greinarhöfundur bendir meðal annars á að mikil þörf sé á því að skýra betur aðferðir og mikilvæg hugtök á sviði náms og kennslu í tengslum við lestrarnám leikskólabarna í samræmi við hugmyndafræði leikskóla.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
005.pdf260.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna