is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13619

Titill: 
  • Einstaklingsmiðað nám í framhaldsskóla : sérstakur stuðningur við nemendur á almennri braut
Útgáfa: 
  • Desember 2011
Útdráttur: 
  • Hér birtist fyrsta greinin í röð greina frá Menntaskólanum á Egilsstöðum þar sem höfundar lýsa þróunarstarfi um úrræði og þjónustu við nemendur með sérþarfir, sérstaklega nemendur með sértæka námserfiðleika (s.s. ADHD, dyslexíu og óyrta námsörðugleika). Þá stendur yfir í skólanum vinna við nýja námskrá vegna nýrra laga um framhaldsskóla og þótti mikilvægt að líta yfir það sem gert hefur verið og draga af því lærdóm til að þróa enn frekar þjónustu við nemendur með sértæka námserfiðleika. Menntaskólinn á Egilsstöðum er bóknámsskóli sem leggur sig fram við að mæta þörfum fjölbreytts nemendahóps eins og sjá má af námsframboði skólans. Utan hefðbundinna stúdentsbrauta hefur skólinn boðið upp á listnám til tveggja ára, starfsnám í íþróttum, starfsbraut fyrir fatlaða og ýmsar stuttar brautir sem kenndar eru mikið til í fjarnámi, jafnvel í samvinnu við aðra skóla. Í næstum
    áratug eða frá því að almenn braut fór af stað við skólann hefur verið unnið markvisst að ýmsum þróunarverkefnum í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Sett hefur verið á fót nemendaþjónusta sem heldur utan um stuðningsúrræði og þróun þeirra. Má nefna þróunarverkefni þar sem reyndar voru leiðir að einstaklingsmiðuðu námi. Tilraunaverkefni með aðstoð við heimanám leiddi til þess að nú er námsver í boði á hverri önn fyrir þá nemendur á almennri braut sem greindir hafa verið með sértæka námserfiðleika. Í námsveri var kennd námstækni og nemendur fengu hjálp við heimanám. Í tvö ár var gerð tilraun með fjölgreinabraut sem rann svo aftur saman við almenna braut. Þá hefur undanfarin tvö ár verið unnið að því með kennurum á almennri braut og hugmyndir Alberts Bandura að leiðarljósi að styrkja trú nemenda á eigin getu. Í þessari grein er fjallað um þróunarverkefni sem stóð í tvö ár, 2005–2007, og snerist um að þróa einstaklingsmiðað nám á almennri braut.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
004.pdf233.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna