is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13620

Titill: 
  • WOW air. Aðgreining og samkeppni
  • Titill er á ensku WOW air. Differentiation and competition
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það að setja nýtt flugfélag á laggirnar á Íslandi þar sem búa rúmlega 319 þúsund manneskjur, getur reynst torsótt. Flugfélagið WOW air kom inn á flugmarkaðinn sem þriðja íslenska flugfélagið, fyrir á flugmarkaðinum voru Icelandair og Iceland Express. WOW air var stofnað í lok ársins 2011 og flaug sína fyrstu ferð 31. maí 2012. Var því viðbúið að samkeppni á flugi til og frá Íslandi myndi aukast til muna.
    Viðfangsefni verkefnisins er að fjalla um viðskiptahugmynd WOW air, yfirtöku WOW air á Iceland Express, hvaða flugfélag er efst í huga neytenda, fyrir hvað WOW air stendur í huga neytenda, hvernig WOW air aðgreinir sig á markaði og hverjir eru helstu samkeppnisaðilar WOW air á flugmarkaðinum, sé tekið mið af flugi til og frá Íslandi á tvo vinsælustu áfangastaði þ.e. Kaupmannahöfn og London.
    Framkvæmd var rannsókn með megindlegri aðferðafræði, þar sem spurningakannanir voru lagðar fyrir. Þátttakendur valdir með þægindaúrtaki.
    Helstu niðurstöður rannsókna voru að WOW air hefur sérstöðu á markaði telst vera litríkt, frekar ódýrt og skemmtilegt í hugum neytenda. Samhljómur er því í niðurstöðum rannsókna og því sem starfsmenn WOW air telja flugfélagið standa fyrir í hugum neytenda. Hvað samkeppnisaðila WOW air á flugmarkaðinum varðar þá kom ekki skýrt fram neinn einn samkeppnisaðili frekar en annar.
    WOW air þarf að byggja upp traust hjá neytendum, þeir koma ekki vel út hvað traustið varðar, þar sem traust er mjög mikilvægt í flugiðnaðinum. WOW air hefur enn mikla sérstöðu á markaði og ætti því að nýta sér hana betur, ein hugmynd væri að þeir myndu fella niður töskugjaldið sem þeir eru með í öðru þrepi þegar keypt er flug með þeim á netinu, í stað þess að bjóða afslátt ef neytendur eru ekki að fljúga með ferðatösku í loka þrepi bókunnar, tel að sú nýbreytni myndi vekja mikla lukku hjá þeim sem eru að ferðast. Jafnvel þó svo að töskugjaldið sé nýtilkomið hjá þeim, þá virðist það ekki fá góðann hljómgrunn hjá íslenskum netyendum.

Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind_Bergmann_BS.pdf910.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna