is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13621

Titill: 
  • „Þar brenna allir mínir eldar.“ Um áhrif sveitastjórna á grunnskólann
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er varpað ljósi á áhrif sveitarstjórna á grunnskólann.
    Áhrifin eru skoðuð út frá fjórum kenningum; kenningum um Nýja opinbera stjórnsýslu, umboðskenningunni, bústjórnarkenningunni og kenningum um fagskrifræði.
    Rannsóknarspurningin sem verkefnið byggir á er eftirfarandi: Hvaða áhrif hafa sveitarfélögin á grunnskólann, faglega og rekstrarlega?
    Notuð var blönduð rannsóknaraðferð. Spurningalisti var sendur á alla formenn fræðslunefnda á landinu og í kjölfarið voru tekin fimm viðtöl við formenn fræðslunefnda úr sveitarfélögum sem ólík voru að stærð og með mismunandi skipulag fræðslumála.
    Jafnhliða voru skoðuð gögn af heimasíðum sveitarfélaganna, s.s. fundargerðir, skólastefnur og aðrar upplýsingar um skólastarf. Rannsóknin varpar ljósi á áhrif sveitarstjórna á grunnskólann og hvernig þær beita þeim stjórntækjum sem þær hafa til þess.
    Í stuttu máli staðfestir rannsóknin að víða er pottur brotinn í faglegri umsýslu sveitarfélaganna í fræðslumálum. Sveitarfélög hafa ekki öll sett sér skólastefnu, þó að það hafi verið lagaskylda síðan árið 2008, og þau sem hafa gert það nota hana ekki öll sem það stefnumarkandi verkfæri sem hún á að vera. Ákvarðanir eru stundum handahófskenndar og virðist það vera raunin niður alla umboðskeðjuna, frá ráðuneyti til fræðslunefnda. Þrátt fyrir góðan vilja og metnað sveitarfélaganna til að standa sig vel í rekstri grunnskólans skortir víða fagþekkingu og stjórnsýsluþekkingu. Til að unnt sé að bæta úr þessu svo viðunandi sé þurfa sveitarfélögin að vera mun stærri en þau eru í dag. Æskilegt er að sveitarfélögin hafi yfir að ráða úrvali sérfræðinga og ráðgjafa sem geta veitt jafnt sveitarstjórn, starfsfólki skóla og stjórnendum ráðgjöf, sinnt mati og eftirfylgd.

Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þar_brenna_allir_minir_eldar.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna