is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13624

Titill: 
  • Titill er á ensku The Success and Failure of Humanitarian Intervention: From the end of the Cold War to the War on Terror
  • Velgengni og mistök í íhlutun af mannúðarástæðum: Frá lokum kalda stríðsins til stríðsins á hendur hryðjuverkum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines the successes and failures of humanitarian intervention in the cases of Operation Provide Comfort in northern-Iraq which lasted from 1991 to 1996 and the post-Taliban regime humanitarian intervention in Afghanistan, which started in 2001 and is still ongoing. The challenges of each intervention in turn were similar. With the victims of war in each case needing to feel secure in their homes, while at the same time requiring aid in areas suffering from extended periods of conflict and lack of access to basic needs. The recent failures of cooperation of the various actors engaged in humanitarian intervention in Afghanistan pose the research question: “is there a way for forcible and non-forcible humanitarian actors to coexist and cooperate in a humanitarian environment?”. By comparing the two cases presented in this thesis, lessons are learned by looking at each scenario through the focus of each of the four different theoretical approaches presented herein. They are international relations theory, ethics, legality and success of mission. Each theoretical factor is analyzed with regards to each of the two cases, in order to draw forth elements of success and failure and their possible effects on the future of humanitarian intervention.
    Results show that there is indeed, not only a way forward for the cooperation of armed and un-armed actors in humanitarian intervention, but also a dire need for those actors to coexist. Most of the guidelines for successful cooperation can be found in the success of northern-Iraq. Self interested politics of the different states did however have an adverse affect on both cases and the War on Terror seems to have distorted the function of the different humanitarian actors almost irreparably.

  • Þessi ritgerð fjallar um þá velgengni og þau mistök sem hafa átt sér stað í íhlutun af mannúðarástæðum með sérstöku tilliti til Operation Provide Comfort sem átti sér stað á árunum 1991 til 1996 í norður Írak og því hjálparstarfi sem hefur átt sér stað í Afghanistan frá innrás Bandaríkjanna 2001. Verkefni íhlutananna tveggja var að taka hvor í sínu lagi á mjög svipuðum aðstæðum. Tryggja þurfti öryggi fórnarlamba langvarandi stríðsátaka jafnframt því að veita þeim verulega neyðaraðstoð þar sem aðgangur að nauðsynjavörum var vægast sagt lélegur. Samstarfsmisbrestir milli þeirra aðila sem hafa undanfarin ár tekið þátt í mannúðar- íhlutuninni í Afghanistan kalla eftir svari við spurningunni „hverjir eru framtíðarmöguleikar vopnaðra og óvopnaðra neyðaraðstoðar aðila á samvinnu og samlífi við vinnu sína á átakssvæðum?“ Með því að bera saman tilfellin tvö er stefnt að því læra af velgengni jafnt sem mistökum þeim sem gerð hafa verið í íhlutun af mannúðarástæðum með því að líta á hvert tilvik fyrir sig með aðstoð fjögurra fræðilegra nálgana. Fræðilegu nálganirnar fjórar eru kenningar í alþjóðastjórnmálum, siðfræði, alþjóðalög og velgengni hvers verkefnis fyrir sig. Hvert þessara fræðilegu hjálpartækja hjálpar þannig við að búa til heildstæða mynd af þeim áhrifum sem lágu að baki velgengni og mistökum í tilfellunum tveim.
    Niðurstöður sýna að það er ekki einungis hægt að finna ásættanlega nálgun að samstarfi vopnaðra og óvopnaðar þátttakenda í íhlutun af mannúðarástæðum heldur er það ljóst að slíkt samstarf er að mörgu leiti nauðsynlegt. Flest undirstöðuatriðin fyrir vel heppnað samstarf ólíkra aðila á átakasvæðum er að finna í Operation Provide Comfort tilfellinu. Slæm áhrif pólitískrar eiginhagsmunagæslu einstakra ríka er þó að finna í báðum tilfellunum og „Stríðið á hendur hryðjuverkum“ virðist hafa gert hinum ýmsu þátttakendum í íhlutun af mannúðarástæðum erfitt fyrri að þjóna hlutverki sínu í stríðshrjáðu umhverfi.

Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
The Success and Failure of Humanitarian Intervention.pdf347.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna