is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13629

Titill: 
  • Lýðræðisleg virkni. Staða Íslands í mælingum Sameinuðu þjóðanna á rafrænni þátttökuvísitölu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Síðustu áratugi hefur þróun lýðræðismála í heiminum verið ör og þeir þættir sem lýðræðiskerfi tuttugustu aldarinnar byggðist á hafa tekið miklum breytingum í upphafi þeirrar tuttugustu og fyrstu. Stjórnvöld lýðræðisríkja og almenningur hafa þurft að laga sig að þessari þróun sem meðal annars felst í því að almenningur hefur í auknum mæli fjarlægst hinn formlega vettvang stjórnmála. Hin mikla þróun sem hefur orðið í málefnum upplýsingatækninnar er hluti af hinum nýja veruleika sem lýðræðið hefur þurft að laga sig að. Upplýsingatæknin býður upp á ótal möguleika til umbóta í lýðræðismálum.
    Við vinnslu ritgerðarinnar er notast við fyrirliggjandi gögn, s.s. fyrri rannsóknir og ýmis opinber gögn. Skoðuð er mæling Sameinuðu þjóðanna á rafrænni stjórnsýsluvísitölu og rafrænni þátttökuvísitölu og staða Íslands í þeim mælingum. Það er gert meðal annars vegna þeirra markmiða sem ríkisstjórn Íslands hefur sett sér í stefnumörkuninni Ísland 2020 um að Ísland verði á meðal 10 efstu ríkja í báðum þessum vísitölum fyrir 2020.
    Niðurstöðurnar benda til að þjóðin virðist tilbúin til þess að nýta sér upplýsingatæknina í samskiptum við opinbera aðila á meðan stjórnvöld eru hikandi og hafa ekki tileinkað sér að nægilega miklu leyti þær tækninýjungar sem fylgt hafa upplýsingatækninni síðastliðin misseri.

  • Útdráttur er á ensku

    Over the last few decades democracy has been developing and the factors that use to shape democracy in the 20th century have changed radically in the beginning of the 21st century. Governments in democratic states and the general public have had to adapt to this development, which include the general public is increasingly moving away from political participation. The development that has occurred in information and communication technology (ICT) sector is a part of the new reality that democracy has had to adapt to. The ICT offers a great amount of opportunities to improve democracy.
    Through the process of writing the thesis I used existing data, such as previous studies and various public documents. I looked at Iceland’s position in the United Nations measurement of the E-Government development index and E-participation index. Partly because of Iceland’s 2020 policy statement and its objective that by 2020, Iceland shall be in the top 10 nations on the E-government development index and E-participation index measured by the United Nations.
    The results indicate that the general public seems ready to take advantage of the ICT in communications with the government, while the government is hesitant and has not adopted sufficiently the recent innovation of the ICT.

Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA_final.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna