is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13637

Titill: 
  • Umhverfi í heimahúsum aldraðra með skerta færni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það hefur verið skýr stefna íslenskra stjórnvalda síðustu ár að stuðla að því að aldraðir búi heima sem lengst til að þeir komist hjá dvöl á stofnunum. Sjálfstæð búseta er talin vera forsenda þess að aldraðir haldi sjálfsforræði sínu og sjálfstæði. Aldraðir kjósa að búa heima sem lengst en til að það geti orðið verða aldraðir að hafa gott aðgengi í umhverfi sínu. Kannað er í þessari ritgerð hvort og þá hvernig íslensk stjórnvöld koma til móts við aldraða með skerta færni til að þeir geti aðlagað húsnæði sitt að breyttum aðstæðum. Einnig er kannað hvernig félagsráðgjafar geta komið á móts við þennan hóp aldraðra.
    Niðurstöður eru þær að þrátt fyrir vilja stjórnvalda að styðja við sjálfstæða búsetu aldraðra með skerta færni veita þau ekki styrki sem styðja við aðgerðir sem bæta aðgengi í íbúðarhúsnæði. Greiddir eru styrkir til kaupa á hjálpartækjum og veitt eru aukalán til fólks með skerta færni. Átak þarf að gera í miðlun upplýsinga og fræðslu til aldraðra um húsnæðismál. Félagsráðgjafar í öldrunarþjónustu gegna meðal annars mikilvægu hlutverki við ráðgjöf, greiningu, skipulag og stefnumótun og gætu í ljósi þess stofnað úrræði þar sem hægt er að fá fræðslu og upplýsingar á sama stað. Félagsráðgjafar eru stuðningsaðilar og málssvarar hins aldraða og taka þátt í endurskoðun laga og reglna. Þess vegna geta þeir vakið athygli á málstað aldraðra og haft áhrif á að veittir séu styrkir sem stuðla að bættu aðgengi í heimahúsum. Með þekkingu sinni og heildarsýnina að leiðarljósi geta félagsráðgjafar haft mikil áhrif á velferð og öryggi aldraðra.
    Lykilorð: aldraðir í heimahúsum, skert færni, umhverfi, aðgengi fyrir alla, opinber framlög, upplýsingar, heildarsýn, félagsráðgjöf.

Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudbjorg_Gardarsdottir.pdf550.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna