is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13653

Titill: 
  • Mikilvægi tungumála í fjölþjóðlegu samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Seinustu ár hefur verið mikil aukning innflytjenda á Íslandi. Umræðan um innflytjendur hefur breyst samkvæmt því, meðal annars hafa hugtök líkt og fjölmenningarsamfélag og hnattvæðing oft komið upp í umfjölluninni. Það er erfitt að greina nákvæmlega hvort samfélag sé fjölmenningarlegt eða ekki. Ein af skilgreiningum á hugtakinu fjölmenningarsamfélag er samfélag sem hefur fleiri en eina menningu, eða einsog orðið gefur til kynna; fjölmenning í samfélagi. Til þess að hægt sé að flokka Ísland sem fjölmenningarlegt þarf að skoða hvort allir angar samfélagsins séu virkir og opnir fyrir því að þar sé til staðar fjölmenningarsamfélag. Mikil umræða hefur sprottið í kringum umræðuna um fjölmenningarsamfélag en mikið hefur verið rætt um einangrun, það að innflytjendur eigi erfitt með að aðlagast að íslensku samfélagi. Það að vera innflytjandi í nýju landi getur reynst þrautinni þyngri, eitt af þeim breytingum sem þeir upplifa er meðal annars nýjar venjur og önnur menning. Sjálfsmynd einstaklingsins getur dalað við það eitt að ná ekki að aðlagast samfélaginu. Innflytjendum eiga auðvaldara með að ná samskiptum við aðra innflytjendur og einstaklinga af sama uppruna. Oft verður þetta til þess að hópamyndun verður til. Einnig getur vandræðin starfað af því hvaðan innflytjendurnir koma, stundum eru þetta skyldmenni sem koma til landsins, ættingjar, vinir eða nágrannar úr sama bæjarfélagi í heimalandinu. En þó svo að innflytjendur velji það að halda í uppruna sinn með því að eiga samskipti við samlanda sína þá þarf það ekki endilega að þýða að þeir eigi erfiðara með að aðlagast íslensku samfélagi. Stór partur af því að vera fjölmenningarsamfélag er að gefa innflytjendum tækifæri á að koma með sína menningu og fá að halda í hana, ekki að gleyma henni þó önnur menning sé til staðar í samfélaginu.
    Stór hluti menningar er tungumálið, má ekki gleymast í umræðunni því það er mjög mikilvægur þáttur í að styðja aðlögun og samfélagsmyndun. Tungumálakunnátta verður alltaf partur af því að aðlagast samfélaginu, þó það sé tengt þjóðhverum hugsunarhætti að ætlast til að innflytjendur sem vilja setjast að á Íslandi læri íslensku, þá skipar tungumálið stóran þátt í að skapa tilfinningu fyrir heild í samfélaginu. Mikil áhersla er lögð á það að innflytjendur læri íslensku og geti tjáð sig og skilið tungumálið en á sama tíma virðist ekki vera nægjanlega mikið áhersla lögð á að halda við íslenskuna. Það dugar ekki að hafa það í lögum að innflytjendur verði að læra tungumálið það þarf líka að fylgja því eftir í vilja og verki.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KHS9-BAritgerð-Mannfræði2012.pdf550.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna