is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13654

Titill: 
  • Áhrifaþættir starfsánægju hjá starfsfólki Hjallastefnunnar ehf.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um rannsókn sem gerð var meðal starfsfólks Hjallastefnunnar ehf. Markmið rannsóknarinnar var að skoða, með megindlegri aðferðafræði, áhrifaþætti starfsánægju hjá starfsfólkinu, hvort mun væri að finna á niðurstöðum rannsóknarinnar í samanburði við starfsánægjukönnun sem fyrirtækið lagði fyrir árið 2010 og hvort stefna fyrirtækisins í starfsmannamálum endurspeglaðist í niðurstöðunum. Lagður var spurningalisti fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins. Notast var við Norræna spurningalistann um sálfélagslega þætti í vinnunni sem gefinn var út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2000. Notast var við styttri útgáfu spurningalistans og hann aðlagaður að rannsókninni og spurningum bætt við.
    Við greiningu niðurstaðna var notast við þrjá kenningar um áhrifaþætti starfsánægju. Niðurstöður sýna að starfsánægja hjá starfsfólki Hjallastefnunnar ehf. er mjög mikil en enginn þáttur reyndist þó áhrifameiri en annar. Eini þátturinn sem fékk lága jákvæða fylgni var sá sem sneri að orðrómi um breytingar. Það virðist sem svo að starfsfólk upplifi að breytingar innan vinnustaðarins séu miklar . Niðurstöður gefa einnig til kynna að starfsmannavelta sé nokkur og í ljósi þessa má ætla að ástæða sé til að endurskoða ráðningarferlið hjá fyrirtækinu. Munurinn á niðurstöðum rannsóknarinnar í samanburði við niðurstöður starfsánægjukönnunarinnar frá árinu 2010 var lítill og þegar stefna fyrirtækisins í starfsmannamálum var skoðuð til hliðsjónar virtist hún endurspeglast í svörum starfsmanna.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_final.pdf1.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna