is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13658

Titill: 
  • „Það er engin bullandi karlmennska í því.“ Karlmennskuhugmyndir fatlaðra karla, uppbygging sjálfsmyndar og kvenlægt þjónustukerfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til BA-gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Fjallað verður um karlmennskuhugtakið með sérstöku tilliti til karlmennskuhugmynda karla með fötlun. Þar sem karlmennska er huglæg var ráðist í eigindlega rannsókn og tóku alls fjórir fullorðnir karlmenn með fötlun þátt. Notast var við hálfopin viðtöl þar sem viðmælendur fengu tækifæri til að stýra viðtalinu á eigin forsendum. Niðurstöðurnar voru gróflega flokkaðar í þrjá flokka sem síðan voru notaðir til að varpa betra ljósi á samspil kyngervis og fötlunar. Þátttakendur virtust ekki velta sér mikið upp úr hugtökum á borð við karlmennska eða ríkjandi karlmennska. Þeir voru sjálfstæðir, sjálfsöruggir og áttu þeir það sameiginlegt að stunda endurbætur á fyrirliggjandi karlmennskugildum til að laga þau betur að eigin sjálfsmynd. Kvenlægt þjónustukerfi í kringum fólk með fötlun fékk sérstaka athygli í ljósi þess að erfitt getur reynst fyrir karlmenn að byggja upp sjálfsmynd sína þar sem konur eru í meirihluta þeirra sem vinna störf með og fyrir fatlaða. Voru karlarnir allir sammála því að karlmönnum mætti fjölga innan stéttarinnar en sáu ekki í fljótu bragði auðvelda lausn á málinu.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sóley Ásgeirsdóttir - 2013BA.pdf399.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna