is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13659

Titill: 
  • Að verða læs á náttúrufræðitexta
Útgáfa: 
  • September 2011
Útdráttur: 
  • Í aðalnámskrá grunnskóla 2011 er læsi gert hátt undir höfði, nefnt sem einn af
    grunnþáttum menntunar. En þar er líka lögð áhersla á að hugmyndir manna um
    læsi hafi verið að breytast, að læsi snúist ekki bara um lestrartækni heldur líka
    sköpun merkingar þar sem reynsla gegnir lykilhlutverki. Grein sú sem hér birtist
    tekur mið af þessu. Hún er tilraun til að skoða og jafnvel endurhugsa náttúrufræði-
    menntun í íslenskum skólum í ljósi áherslunnar á læsi. Höfundur bendir á að okkur
    Íslendingum sé tamt að hugsa um náttúrufræðikennslu sem miðlun upplýsinga en
    gefum síður gaum að þeim textum sem nemendum er ætlað að lesa og hvernig
    þeim gangi að skilja slíka texta. Náttúrufræðitextar eru um margt sérstakir og frá-
    brugðnir þeim textum (sögum) sem nemendur nota þegar þeir eru fyrst að læra að
    lesa. Það er því óvíst og raunar ólíklegt að nemandi sem hefur lært að lesa sögur
    sé þar með orðinn læs á náttúrufræðitexta sem eru allt annarrar gerðar en sögur og
    kalla því á sérstakan leshátt. Ætla má að þetta valdi mörgum nemendum erfiðleik-
    um. En fleira kemur til. Hér á landi sem víða annars staðar er mikil áhersla lögð á
    námsbókina og miðlun upplýsinga. Þetta verður gjarnan á kostnað verklegra at-
    hugana og felur í sér að nemendur öðlast almennt litla reynslu af þeim hlutum og
    fyrirbærum sem textar námsbókanna fjalla um. Afleiðingin verður sú að nemendur
    eiga þess sjaldan kost að lesa slíka texta í ljósi eigin reynslu sem er þó lykilatriði
    og í raun forsenda þess að þeir geti ljáð textanum merkingu. Í greininni fer höfund-
    ur í saumana á þessum hlutum og styðst þá meðal annars við hugmyndir James
    Paul Gee og Lawrence W. Barsalou um aðstæðubundna merkingarsköpun. Niður-
    staða höfundar er að vilji menn efla náttúrufræðimenntun í skólum hljóti þeir að
    draga úr áherslunni á miðlun upplýsinga en einbeita sér frekar að því að hjálpa
    nemendum að þróa skilning sinn á heiminum og á textum um heiminn svo þeir
    verði læsir bæði á heiminn og orðin.

  • Útdráttur er á ensku

    A recent national curriculum for Icelandic primary schools highlights literacy as a
    key eductional issue. However, it also makes clear that ideas about literacy have
    been changing so that currently literacy is generally considered not solely as a
    matter of technical skills but also a matter of meaning making closely connected
    to experience. The article presented here takes this as a point of departure and
    may be thought of as an effort to rethink science education in Icelandic schools
    in light of the current emphasis on literacy.The author points out that following
    the tradition we tend to think of science teaching as transmission of information
    while not paying so much attention to the texts the students are supposed to
    read and how succesful the students are in this respect. Science texts, the author
    argues, are in many respects different from the texts (stories) students most
    often use while initially learning how to read. Therefore, it is by no means certain
    and even unlikely that a student who has learnt to read stories will then be able
    to read science texts that are of a different type and therefore demand a special
    reading strategy. Plausibly, this may cause problems for many students. How-
    ever, there are more issues of concern in this scenario. Similar to many other
    countries there is in Iceland a strong emphasis in science teaching on the text-
    book and on delivering the content, to the degree that practical work is often
    given a peripheral status. This implies that our students have, in many cases,
    very limited experiences of the things and phenomena the texts address and,
    consequently, limited possibilities to make good sense of what they are reading
    because experience is a prerequisite for meaningful reading. The author sup-
    ports this view both in light of his own experiences and in lieu of ideas developed
    by situative theorists like James Paul Gee and Lawrence W. Barsalou, in parti-
    cular the notion of situated conceptualization. In conclusion, the author puts
    forward the view that if people want to improve science teaching in Icelandic
    schools they should place less emphasis on covering the content and more em-
    phasis on helping student to develop their understandings so that they become
    both better at reading the word and reading the word.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
004.pdf444.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna