is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13662

Titill: 
  • Áhrif íslenska efnahagshrunsins á hagsmunahópa listamanna: Álit hagsmunahópa á niðurskurði og stefnubreytingu stjórnvalda til menningarmála
  • Titill er á ensku Crash and culture: How interest groups in the cultural sector responded to budget cuts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í kjölfar efnahagshruns haustið 2008 hafa stjórnvöld þurft að skera niður, hagræða og forgangsraða verkefnum sínum og fjármögnun. Menningar- og listastarfsemi hefur ekki verið undanskilin niðurskurði og hafa hagsmunahópar listamanna haft skiptar skoðanir á þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa farið í. Gerð var eigindleg rannsókn sem byggir annars vegar á viðtölum við fólk sem starfar við menningar- og listastarfsemi og hins vegar á skriflegum heimildum til að kanna áhrif efnahagshrunsins á hagsmunahópa listamanna og álit þeirra á niðurskurði og stefnubreytingu stjórnvalda í menningarmálum.
    Listgreinar hafa fundið misjafnlega mikið fyrir niðurskurðinum. Þetta ástand hefur kallað á hugsanlegar breytingar í stjórnsýslu sem varða útdeilingu fjármagns til listgreina. Lögbundnir sjóðir virðast vera ákjósanlegir þar sem fagnefndir útdeila fjármagni til ólíkra listgreina. Þessir sjóðir lúta reglu um hæfilega fjarlægð og eru óháðir pólitískum áhrifum.
    Endurgreiðsla til kvikmyndagerðar er fyrirferðameiri á árunum eftir efnahagshrun og var endurgreiðslan aukin á sama tíma og skorið var niður fjármagn til úthlutunar úr kvikmyndasjóði. Hagræn áhrif menningar og lista verða sífellt meiri. Listastarfsemi tengist mörgum greinum með ýmsum hætti og er það álit viðmælenda að efnahagslegt mikilvægi listgreina megi meðal annars sjá í fjölda ferðamanna sem komi til landsins í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu.

  • Útdráttur er á ensku

    After an economic crisis in Iceland in the fall of 2008 the government had to cut spending and prioritise all projects and funding. Cultural and artistic activities have not been excluded from these cuts. Groups of artists have different opinions on the actions that authorities have taken. A qualitative research was done based on interviews with people who work in the cultural and artistic sector and also on written sources. The aim was to view impacts of the economic crisis on groups of interest, such as artists, and to view their opinion on the actions and policies authorities have taken in the cultural sector.
    The cultural and artistic sector have experienced varying degrees of spending cuts. This situation has called on potential changes in the administration regarding allocation of resources to arts. Statutory art council, composed of board of trustees appointed by the government, are preferred which allocate funds to different arts. These arts councils are in arm’s length from the executive and legislative branches of government.
    Rebate for the film industry has been more frequent since the economic crisis and the rate has been increased at the same time when the funds for film making has been cut. Economic impact of culture and arts are increasing. By the interviewers opinion the economic importance of the arts can be seen in the number of tourists who visit Iceland as a result of cultural tourism.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA-ritgerð Lokaútgáfa-Bjarni Bjarnason 250181-3969.pdf384 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna