is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13663

Titill: 
  • Inni eða úti og fjöreggið fullveldi: Áhrif innrömmunar á viðhorf til Evrópusambandsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort að hægt væri að hafa áhrif á viðhorf fólks til Evrópusambandsins með ólíkri málefnainnrömmun. Í þessu tilfelli hversu sterkar líkur væru á aðild Íslands og hugmynda um áhrif inngöngu á fullveldi landsins. Í ljósi skrifa um viðhorf Íslendinga til ESB og rannsókna á kenningunni um kerfisréttlætingu var í greiningu 1 prófuð sú tilgáta að samvirkni kæmi fram á milli frumbreytanna tveggja (áhrifa á fullveldi og líkum á inngöngu). Þannig myndi skipta talsverðu máli fyrir viðhorf þeirra þátttakenda sem lásu ramma um óljósar líkur á inngöngu hvort að ramminn legði áherslu á styrkingu eða veikingu fullveldis, á þann hátt að þeir sem læsu um veikingu fullveldis með aðild að ESB myndu mælast með neikvæðara viðhorf til sambandsins en þeir sem læsu um styrkingu fullveldis. Fyrir þá þátttakendur sem lásu ramma um yfirgnæfandi líkur á inngöngu myndi hins vegar skipta minna máli hvort ramminn legði áherslu á styrkingu eða veikingu fullveldis þar sem þeir þátttakendur færu strax að réttlæta hið nýja kerfi og myndu þar með mælast með jákvæðara viðhorf til ESB. Í greiningu 2 var prófuð sú tilgáta að af mögulegum rökum um áhrif af inngöngu Íslands í ESB myndu fullveldisrök spá best fyrir um afstöðu til aðildar Íslands að ESB. Jafnframt var því spáð að þátttakendur sem eru yngri, betur menntaðir, tekjuhærri og búa á höfuðborgarsvæðinu hefðu jákvæðara viðhorf til aðildar Íslands að ESB. Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt og spurningalisti lagður fyrir 163 þátttakendur á netinu í byrjun apríl 2012. Samvirknitilgátan í greiningu 1 var ekki studd tölfræðilega þó niðurstöður hafi verið í þá átt sem spáð var fyrir. Í greiningu 2 reyndust efnahagsrök spá best fyrir um viðhorf til inngöngu í ESB og ekki kom fram marktækur munur á viðhorfum eftir bakgrunnsbreytum.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerd_RakelRutNoadottir.pdf4.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna