is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13674

Titill: 
  • Downs heilkenni og fósturgreiningarferlið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Langflestir hafa einhverntíma á lífsleiðinni séð einstakling með Downs heilkenni eða jafnvel þekkja til. Frekar stutt er síðan fósturskimun fór að standa öllum konum, óháð aldri, til boða hér á landi. Fósturskimun byggist á samþættu líkindamati þar sem hnakkaþykkt fósturs er mæld, aldur hinnar verðandi móður metinn ásamt lífefnavísamælingu sem notuð er til að reikna út líkurnar á að um litningafrávik á borð við Downs heilkenni geti verið um að ræða, en líkurnar aukast með hækkuðum aldri móðurinnar. Frekari fósturgreining stendur konum til boða sem meðal annars hafa fengið auknar líkur úr samþætta líkindamatinu eða ef kona hefur náð 35 ára aldri. Gríðarlega mikilvægt er að fræða hina verðandi foreldra um tilgang fósturskimunar áður en í hana er farið á meðgöngu til að þeir geti tekið vel upplýsta og ígrundaða ákvörðun um framhaldið leiði hún í ljós frávik á borð við Downs heilkenni. Hér getur hlutverk félagsráðgjafa skipt sköpum og er aðkoma þeirra afar mikilvæg hvað varðar stuðning og fræðslu á þessum oft erfiðu tímum. Margar rannsóknir hafa leitt í ljós skort á upplýsingum og stuðningi fagfólks í slíkum aðstæðum og er því ljóst að nauðsynlegt er að skoða hvernig hægt sé að auka inngrip fagaðila á borð við félagsráðgjafa.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Lilja Traustadóttir_Downs tilbúin.pdf615.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna