is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13675

Titill: 
  • Atvinnusköpun í dreifbýli út frá kynjasjónarmiði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi ritgerð er fjallað um misjöfn tækifæri fólks út frá kynjasjónarmiði, í ljósi búsetu í dreifbýli, atvinnuhátta og atvinnusköpunar með hliðsjón af aðkomu hins opinbera, ekki síst hvað snertir byggðastefnu og sértækar aðgerðir í atvinnumálum og viðhorf fólks til þeirra. Til að komast að sem fjölbreytilegustum viðhorfum um þessi efni var farin sú leið að gera eigindlega rannsókn og ræða við tíu einstaklinga með reynslu af atvinnurekstri á Vestfjörðum. Þeir voru spurðir um reynslu sína og viðhorf til aðgerða stjórnvalda og framtíðarsýn. Svör þeirra voru misjöfn, en óhætt er að fullyrða að nokkurrar tortryggni gætti meðal þeirra í garð stjórnvaldsaðgerða, þótt vissulega hefðu sumir haft hag af þeim. Flestum fannst best að treysta öðru fremur á sjálfa sig. Á þetta ekki síst við um konur, sem hafa rekið sig á að þær búa við önnur skilyrði en karlar þar sem hvers konar fyrirgreiðsla er annars vegar. Kemur þetta heim og saman við þá staðreynd að samþætting kynjasjónarmiða hefur í raun ekki verið notuð í opinberri stefnumótun í atvinnumálum í dreifbýli.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13675


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritger%C3%B0SK%C3%81.pdf640.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna