is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13682

Titill: 
  • Barnastarf almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um barnastarf nokkurra almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið rannsóknar, sem að baki ritgerðarinnar liggur, var að skoða hvað felst í barnastarfinu. Til að mynda var leitast við að sjá hversu mikilvægt starfsfólk barnadeilda telur starfið vera, hvernig stuðningur stjórnenda og samstarfsfólks við starfið birtist og hvernig aðbúnaður deildanna er. Jafnframt var skoðað hvernig daglegt starf færi fram, hver væru helstu verkefni barnastarfs, hvað gengi vel og hvað síður og hver upplifun starfsfólksins væri af starfi sínu.
    Við rannsóknina var notuð eigindleg aðferðafræði og hálfopin viðtöl tekin við sex starfsmenn barnadeilda bókasafna. Viðtölin voru kóðuð og skoðuð með hliðsjón af rannsóknarspurningum og skiptast niðurstöðurnar í fimm hluta. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að starfsfólk telur mikilvægi barnastarfsins afar mikið og almennt er litið á börn sem bókasafnsnotendur framtíðarinnar. Stuðningur stjórnenda við barnastarfið er jafnframt mikill. Aðbúnaður barnadeilda er með ágætum en starfsfólk telur helst vanta meira pláss. Daglegt starf er margvíslegt og felst að mestu leyti í því að koma safnkostinum á framfæri, grisjun bóka, ýmis konar skráningu, undirbúningi og tiltekt. Starfsfólk sinnir oft fleiri störfum en þeim sem tengjast barnadeildinni, svo sem upplýsingaþjónustu og afgreiðslu. Algengustu verkefni og viðburðir barnastarfsins eru til dæmis safnkynningar, Sumarlestur og sögustundir. Helstu samstarfsaðilar eru leik- og grunnskólar og í samstarfi við stofnanirnar eru mörg og fjölbreytt verkefni unnin. Upplifun starfsfólks af starfi sínu var mjög góð.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLIS-ritgerðGuðrúnÓlafsdóttir.pdf499.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna