is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13690

Titill: 
  • Spjaldtölvur á Íslandi: Hver er virkni notenda?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Spjaldtölvutæknin er að festa sig í sessi hér á landi og undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um bæði tækin og notkunarmöguleika þeirra. Tæknin sjálf hefur þó lítt verið rannsökuð hérlendis og er þetta lokaverkefni fyrsta almenna rannsóknin á spjaldtölvunotkun Íslendinga, að mér vitandi. Rannsókn mín miðaði að því að kortleggja hvernig Íslendingar nota spjaldtölvur og hvaða þarfir gætu búið þar að baki. Í þessu lokaverkefni eru kannaðar tvær tilgátur, annars vegar sú að spjaldtölvunotendur noti tækin sín á afar fjölbreyttan hátt og hins vegar að notkun þeirra sé þegar farin að hafa áhrif á fjölmiðlaneyslu þeirra. Til að kanna þessar tilgátur var notast við megindlega aðferðafræði í formi spurningakönnunar sem aðgengileg var á netinu vorið 2012. Spurningakönnuninni var ætlað að varpa ljósi á það hvernig og til hvers spjaldtölvunotendur á Íslandi nota tækin sín. Helstu rannsóknarniðurstöður tengdar tilgátum mínum er að finna í þessari ritgerð en allar rannsóknarniðurstöður eru síðan birtar í verklegum hluta þessa meistaraverkefnis, rafskýrslunni Spjaldtölvur á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að báðar tilgáturnar standast. Þátttakendur í rannsókninni telja sig nota tækin sín á afar fjölbreyttan hátt. Séu þarfir að baki þeirri notkun skoðaðar í samhengi við algengar þarfir að baki fjölmiðlanotkun almennt, samkvæmt kenningum innan notagildishefðarinnar (e. uses and gratification theory) má færa fyrir því rök að spjaldtölvur uppfylli vel fjölþættar fjölmiðlaþarfir, hvort sem þær tengjast afþreyingu, upplýsingagjöf, sjálfsmynd notenda eða samskiptum. Af niðurstöðum rannsóknarinnar að dæma er spjaldtölvunotkun farin að hafa áhrif á fjölmiðlaneyslu notenda en 39% svarenda kvað svo vera. Rannsókn þessi gefur vísbendingar um helstu verkefni og þætti í spjaldtölvunotkun Íslendinga en hún er aðeins fyrsta skrefið í átt þess að varpa skýru ljósi á viðfangsefnið. Efni þetta er afar víðfeðmt og flókið, ekki síst vegna þess að spjaldtölvurnar sjálfar búa yfir svo fjölþættum notkunarmöguleikum og hugtakanotkun þeim tengd er enn á reiki og tækniþróun hröð.

  • Útdráttur er á ensku

    Tablet technology is becoming widespread in Iceland and for the past couple of years much has been speculated about the gadgets themselves and their potential use. However, the technology has not been studied in Iceland to my knowledge and this thesis is a first step in researching the common use of tablet computers in the country. The aim of my thesis is to map how Icelanders use tablet computers and which needs might spark that use. I propose two hypotheses, one that the users of tablet computers use their gadgets in a very multifunctional way and second that their use of tablet computers affects their use of other types of media. To test these hypotheses I used a quantitative method in the form of a survey, which was accessible online in the spring of 2012. The survey was meant to explore how and for what purpose the users of tablet computers in Iceland use their gadgets. The main results of the survey, relating to my hypotheses, are listed in this thesis but all the results from the survey are to be found in the e-report Spjaldtölvur á Íslandi. The results of the survey indicate that both hypotheses might be accurate. Participants in the survey presume that they use their gadgets in a very multifunctional way. When looking at the needs they might try to fulfill with their use, according to uses and gratification theory, one can argue that the use of tablet computers gratifies a variety of media needs, whether they are connected to diversion, surveillance, personal identity or personal relationships. Judging by the results of this research the use of tablet computers has already started to affect the use of other media, as stated by approximately 39% of the participants. The results of this research give an insight into the main activities of the users of tablet computers in Iceland but they are only the first steps in shedding a clear light on the topic. This field is very extensive and complex, not only because one can use tablet computers in so many ways but also because the conceptualisation of the technology is still in flux and it is developing very rapidly.
    Keywords: Tablet computers, e-readers, uses and gratification theory, law of the media. 

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fyrlgir prentuðu eintaki sem varðveitt er á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spjaldtolvur a Islandi.pdf3.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna