is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13699

Titill: 
  • Þjónusta á efri árum. Samanburður á þjónustu sveitarfélaga við aldraða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um þjónustu sveitarfélaga gagnvart öldruðum íbúum. Borin voru saman öldrunarúrræði og -þjónusta átta sveitarfélaga, víðsvegar um landið. Rannsóknin byggir á heimildum sveitarfélaganna sjálfra auk laga, reglna og fræðilegrar umfjöllunar um málefni aldraðra. Þjónusta sveitarfélaganna var könnuð með upplýsingaleit á heimasíðum þeirra og sendar voru beiðnir um frekari upplýsingar til félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélaga.
    Tilgangur verkefnisins og aðal rannsóknarspurning er að kanna hvort sveitarfélögin veiti mismunandi þjónustu. Öldrunarþjónusta sveitarfélaga er lögbundin og fróðlegt er að sjá hvort/hvernig sveitarfélögin sinna skyldum sínum. Til stendur að flytja málefni aldraðra frá ríki til sveitarfélaga og einn liður í rannsókninni var að grennslast fyrir um hvort sveitarfélögin væru farin að huga að undirbúningi þess. Auk þess verður leitað svara við eftirfarandi spurningum: Er þjónustan einstaklingsmiðuð? Hvernig er aðgengi þjónustuþega að faglærðum félagsráðgjöfum háttað?
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að sveitarfélögin veita misjafna þjónustu. Öll sveitarfélögin veita einstaklingsmiðaða þjónustu auk þess sem vilji er innan þeirra allra til þess að veita þverfaglega og góða þjónustu. Sveitarfélögin eru að litlu leyti farin að undirbúa yfirfærslu málefna aldraðra til sín. Aðgengi aldraðra að félagsráðgjöfum er almennt gott og í öllum sveitarfélögunum eru starfandi faglærðir félagsráðgjafar.
    Lykilorð: Aldraðir-Þjónusta sveitarfélaga- Samanburður á þjónustu

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónusta á efri árum.FINAL.09.01.2013.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna