is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13701

Titill: 
  • Hvers vegna varstu ekki kyrr? Um brottfall ungmenna úr íþróttum
  • Titill er á ensku Why didn't you stay? Withdrawal from youth sports
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Jákvæð áhrif íþrótta eru vel þekkt og því ætti það að vera forgangsmál samfélagsins að halda íþróttunum að sem flestum í sem lengstan tíma. En stór hluti ungmenna hættir ástundun á unglingsárum og í þessari ritgerð er megintilgangurinn að skoða helstu ástæður þessa brottfalls. Jafnframt verður litið á hvaða þættir ýta undir að þær séu stundaðar lengur.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður fjallað um íþróttir og ástundun þeirra í víðu samhengi. Meðal annars verður litið á áhrif íþrótta á ungmenni, félagslegt samhengi þeirra, andlega þætti tengda þeim, og helstu ástæður brottfalls rannsakaðar. Í seinni hlutanum er kynnt eigindleg viðtalsrannsókn höfundar á því hvernig málum er háttað hér á landi, þar sem kafað er ofan í reynslu nokkurra ungmenna sem þóttu efnileg í íþróttum, en hættu ástundun á unglingsárum. Sú ályktun er dregin að ástæður brottfalls séu mismunandi og margvíslegar; þar má nefna of mikla keppnisáherslu, fá tækifæri innan íþróttarinnar, meiðsli og að íþróttin stangaðist á við önnur hugðarefni. Fyrri rannsóknir á viðfangsefninu hafa bent á einstaklingsbundna þætti sem tengjast brottfalli, en í þessari rannsókn er í ljós leitt að þættir í hinu félagslega umhverfi geta ekki síður haft áhrif á íþróttaferil. Þá þætti þyrfti að mati höfundar að skoða nánar.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Brottfall_Heildarskjal[BirgirSteinn].pdf339.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna