is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13702

Titill: 
  • Offita barna. Áhrif og afleiðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari heimildaritgerð er að svara spurningunni Hvaða áhrif hefur offita á líf barns? Notast var við fyrirliggjandi ritrýndar fræðigreinar og kennslubækur að mestu leiti til þess að leita svara. Lítillega var svo stuðst við annað efni á veraldarvefnum til þess að ná enn víðtækari þekkingu á efninu.
    Alltof mörg börn lifa við það í dag að bera fjölmörg aukakíló, aukakíló sem veldur þeim vanlíðan, jafnt á líkama og sál. Þau upplifa sig líka með verri lífsgæði, með lægra sjálfsmat og stunda minni hreyfingu, heldur en börn sem eru í kjörþyngd. Í þessari ritgerð er farið yfir afleiðingar offitu hjá börnum, afleiðingar fyrir börnin sjálf og samfélagið. Einnig er fjallað um orsakir offitu hjá börnum og þær tilgreindar.
    Sterkar vísbendingar eru um að vöxtur vandans hafi náð hámarki í lok síðustu aldar en nú sé farið að hægjast á þeirri þróun að börnum með offitu fjölgi. Má gera ráð fyrir því að forvarnir hafi þar haft sitt að segja. Forvarnir eins og Heilsueflandi grunnskóli á Íslandi eru mjög hvetjandi fyrir börn til þess að lifa heilbrigðu líferni. En flestum rannsóknum ber saman um að mikilvægt er að hefja forvarnir sem fyrst í lífi barna, helst strax í ungbarnaeftirliti.
    Félagsráðgjafar hafa faglegan bakgrunn og þekkingu til þess að takast á við afleiðingar offitu og vinna að forvörnum. Þekking þeirra til þess að sjá einstaklinginn í samhengi við samfélagið, gerir það að verkum að þeir eru í sterkri stöðu til þess að takast á við vanda einstaklingsins með því að vinna með hann sjálfan og þá umhverfisþætti sem hafa áhrif. Skólafélagsráðgjafar eru í sérstaklega góðri stöðu til þess að leggja sitt að mörkum til þess að draga úr tíðni offitu hjá börnum og einnig til þess að takast á við þær afleiðingar sem hún hefur í för með sér.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13702


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-Sæunn.pdf849.56 kBLokaður til...01.01.2043HeildartextiPDF