is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13704

Titill: 
  • Kynjakerfið og viðhorf framhaldsskólanema
Útgáfa: 
  • September 2011
Útdráttur: 
  • Grein þessi fjallar um stelpur og stráka og viðhorf þeirra til þess að brjóta upp
    hefðbundin kynjamynstur. Hún fjallar einnig um kynjakerfið sem heldur kynjunum á
    klafa viðtekinna viðhorfa. Spurningalisti var lagður fyrir 111 nemendur á fyrsta ári í
    framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í spurningunum var notað það sem kalla
    má sérsvið kynja. Sérsvið kynja er það sem tilheyrir öðru kyninu og hitt kynið á
    síður aðgang að, án fordæmingar umhverfisins. Niðurstöðurnar benda til að kynin
    séu tveir ólíkir hópar. Svör kynjanna eru marktækt ólík og munur er á viðhorfum
    þeirra til að brjóta upp hefðbundin kynjamynstur. Strákar eru íhaldssamari hvað
    þetta varðar en stelpur. Tæp 40% stráka eru ólíklegir til að leyfa litla bróður sínum
    að leika sér með dúkku þar sem samsvarandi tala fyrir stelpur er 7%. Strákar halda
    fastar utan um hópinn og meiri félagslegur þrýstingur er á þá að halda sig innan
    ramma síns kyns. Þetta er í samræmi við það að sérsvið kvenna virðist stærra en
    sérsvið karla. Það er auðveldara fyrir stelpur að sækja inn á svið stráka en fyrir
    stráka að sækja inn á svið stelpna. Völd og virðing fylgja hinu karllæga sviði. Til að
    breyta því þurfum við að sameina hópana, þannig að bæði karlar og konur geti lifað
    lífi sínu eins og efni standa til án þvingana kynjakerfisins. Ef skólafólk ætlar að axla
    þá ábyrgð sem þeim er lögð á herðar með jafnréttislögum og nýjum námskrám
    (2011) verður það að átta sig á kynjakerfinu og áhrifum þess á kynin.

  • Útdráttur er á ensku

    This article discusses boys and girls and their attitudes towards changing the
    traditional gender system. It is also about the gender system itself and how it
    keeps men and women in place. Data was collected in one Icelandic grammar
    school in the greater Reykjavik area. A questionnaire of 12 questions was
    administered to 111 first year students (age around 16–17). The questions were
    based on the special/private domains of each gender. Some things seem to be
    strongly gendered and those borders are difficult to cross without condemnation
    of the society. The main question is: How willing/able are the students to cross
    the boundaries between gender domains? Are they stuck in traditional attitudes
    and thoughts? Our findings show that in the classroom we have two different
    groups: girls and boys. Their answers were significantly different, both how they
    answered and in their attitudes towards the crossing of the boundaries. Boys are
    more conservative. 40% of the boys would likely or very likely take a doll from
    their little brother whereas 7% of the girls would do the same. There seems to be
    much more pressure on the boys to keep themselves within the special domain
    of their gender. It seems to be easier for girls to cross the boundaries and take
    up behavior that belongs to the special domain of boys. Power and worth is
    interwoven into the masculine domain. To change this we have to consolidate the
    two groups so that both women and men can flourish without the pressure of the
    gender system. Here the schools have legally an important role to play.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13704


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
001 (2).pdf470.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna