is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13707

Titill: 
  • Mat markaðarins á virði vörumerkisins Vodafone. Hver er ímynd Vodafone meðal háskólanema á Íslandi?
  • Titill er á ensku Market evaluation of Vodafone brand equity
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjarskiptafyrirtækið Fjarskipti hf. eða Vodafone eins og það er nefnt í daglegu tali starfar í miklu samkeppnisumhverfi. Aukin notkun einstaklinga og fyrirtækja á fjarskiptaþjónustu hefur leitt til þess að sífellt meiri kröfur eru gerðar til þjónustu fjarskiptafyrirtækja. Virði vörumerkis hefur talsverð á áhrif á núverandi og verðandi viðskiptavini og þar af er ímynd lykilþáttur í uppbyggingu vörumerkjavirðis. Fyrirtæki sem leitast eftir að auka ánægju viðskiptavina, þurfa að þekkja þarfir þeirra, langanir og skapa sérstöðu í huga þeirra.
    Markmið þessa verkefnis og rannsóknar er að kanna mat markaðarins á virði vörumerkisins Vodafone. Farið er yfir helstu fræðilegu hugtök markaðsfræðinnar og vörumerkjastjórnunar í tengslum við viðfangsefni rannsóknarinnar. Fjallað er lítilega um helstu samkeppnisaðila á íslenska fjarskiptamarkaðnum og ítarlegar um Vodafone. Afmarkað þýði háskólanema er rannsakað með spurningunni „Hver er ímynd Vodafone meðal háskólanema á Íslandi?“ Rannsóknin er megindleg og eigindleg. Megindlega rannsóknin er könnun sem byggir á lokuðum skalaspuningum meðal háskólanema á Íslandi. Eigindlega rannsóknin er hálf opið viðtal við forstöðumann markaðsmála hjá Vodafone.
    Helstu niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar leiddu í ljós að ímynd Vodafone meðal háskólanema er jákvæð sem skapar sóknartækifæri. Nova er leiðandi meðal háskólanema og hugsanlega þarf Vodafone að skerpa á hressleika í ímynd sinni til að höfða betur til ungs fólks. Yfir helmingur svarenda hefur góða eða mjög góða upplifun af Vodafone. Fyrirtækið nýtur góðs trausts og yfir þriðjungur er tilbúinn að borga hærra verð hjá Vodafone. Þessar niðurstöður gefa til kynna nokkra hollustu meðal háskólanema til Vodafone, sem er stór liður í uppbyggingu vörumerkjavirðis. Megindlega rannsóknin sýnir einnig styrkleika Vodafone, meðal annars öfluga markaðsstöðu meðal fjölskyldufólks, helsta markhóps þess. Einnig telja svarendur Vodafone vera með fjölbreyttasta vöruúrvalið og góða þjónustu, sem eru meðal aðal aðgreiningarþátta fyrirtækisins.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar_Orn_Runolfsson_BS.pdf2.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna