is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13709

Titill: 
  • Stefnumótun Fótbolta ehf.
  • Titill er á ensku Strategy for Fótbolti ehf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru mótuð drög að stefnu fyrir fyrirtækið Fótbolta ehf en meginstarfsemi þess er rekstur vefsíðunar Fótbolti.net. Fyrst er fræðileg umfjöllun. Þar eru viðurkenndar aðferðir viðskiptafræðinnar sem varða viðfangsefnið kynntar. Að því búnu verður stiklað á stóru yfir þau 10 ár sem fyrirtækið hefur starfað. Samkvæmt ársreikningum þess frá frá stofnun árið 2007, og fram til ársins 2011, má lesa að um er að ræða rekstur sem er smár í sniðum og með hægt vaxandi umsvif. Í ritgerðinni er ljósi varpað á stöðu og rekstur fyrirtækisins. Einnig er rætt við eigendur þess en þeir sjá jafnframt um daglegan rekstur. Skoðað er hvernig stjórnendur sjá stöðu Fótbolta ehf og farið yfir hlutverk, framtíðarsýn og markmið. Með upplýsingar varðandi ofangreinda þætti ásamt fræðilegri nálgun á viðfangsefninu, eru lögð drög að stefnu sem stjórnendur geta beint fyrirtækinu inn á meti þeir það svo. Í tengslum við þá stefnu og með leiðsögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er skipurit þess mótað. Litið er á nokkur fræðileg líkön með hliðsjón af rekstri Fótbolta ehf. Þar má nefna SWOT, PEST, PORTERS og ANSOFF en þau nýtast öll í þeirri stefnumótunarvinnu sem fyrirtækið leggur í. Styrkleikar og veikleikar í SWOT greiningu marka innri gildi fyrirtækisins, það er hvernig stjórnendur þess meta stöðuna. Ógnanir og tækifæri í því líkani, ásamt PESTEL og PORTERS líkönunum snúa að ytra umhverfi og áhrifavöldum þaðan. Allnokkrir þættir í ytra umhverfi geta haft áhrif á fyrirtæki. Dæmi um slíka þætti eru birgjar, viðskiptavinir og samkeppnisaðilar en fleira kemur þar einnig til. Staða fyrirtækisins er kortlögð með aðstoð þeirra líkana sem hér hafa verið nefnd. Út frá þeirri mynd er skoðað hvernig málum er hagað frá sjónarhóli stefnumótunar, það er þeim hugmyndum sem stjórnendur fyrirtækisins hafa í því efni. Í niðurstöðukafla ritgerðarinnar er farið yfir þá þætti og lagðar fram tillögur sem nýta má til frekari skerpingar á stefnunni og stuðla með því að sett markmið náist. Í þeim kafla kemur fram að þrátt fyrir að Fótbolti ehf sé ágætlega rekið fyrirtæki ber það merki þess að hafa ekki notið fræðilegrar stefnumótunar. Sem dæmi má þar nefna fjarlægð sumra starfsmanna og skort á frammistöðumati. Með skýrri stefnu leggur Fótbolti ehf grunninn að skilvirkari rekstri sem á að birtast með fjölgun viðskiptavina, aukningu auglýsingatekna og betri afkomu.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Wentzel_Steinarr_Ragnarsson_Kamban_BS.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna