ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1371

Titill

Þróun fiskneyslu : Akureyri og nágrenni

Útdráttur

Verkefni þetta er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í líftækni við Háskólann á Akureyri. Rannsóknarspurningar sem leitað var svara við eru eftirfarandi:
• Hversu mikil er fiskneysla fólks á Akureyri og í nágrenni bæjarfélagsins?
• Hverjar eru ástæður þess að fiskur er hafður á borðum?
• Er að aukast bilið milli kynslóða í neyslu fisks eins og eldri rannsóknir hafa sýnt?
• Hver er þekking á heilnæmi fisks hjá hinum almenna neytenda?
Verkefnið inniheldur jafnframt fræðilega umfjöllun um innihaldsefni og heilnæmi fisks ásamt umfjöllun um niðurstöður rannsókna sem sýna fram á heilnæmi hans. Fiskur er fæða sem sýnt hefur verið fram á að er mjög heilnæmur og að hann inniheldur m.a.ómega-3 fitusýrur sem eru góðar fyrir hjartað ásamt próteinum og peptíðum? sem einnig eru talin hafa jákvæð áhrif á heilsu manna. Fiskur hefur verið mikilvægur hluti þess matar sem á borð hefur verið lagður á íslenskum heimildum frá örófi alda og á hugsanlega þátt í háum meðalaldri Íslendinga. Nú er þó ljóst að eitt okkar einkennismerkja, að vera mikil fiskneysluþjóð, er nánast horfið á ótrúlega skömmum tíma. Miklar breytingar hafa orðið á lífsháttum á stuttum tíma sem fylgt hafa velmegunarsjúkdómar sem fjallað er um ásamt umfjöllun um möguleika fisks sem markfæði
Þróun fiskneyslu er skoðuð með því að horfa um öxl á þróun fiskveiða og á niðurstöður um fiskneyslu úr neyslurannsóknum hérlendis. Til að varpa ljósi á þróun fiskneyslu úr fleiri áttum var upplýsinga aflað um fjölda fiskmáltíða og matreiðsluaðferðir í mötuneytum í grunnskólum Akureyrar sem ná ekki viðmiðum Lýðheilsustöðvar. Einnig er fjallað um tölur um framboð á fiski á mörkuðum.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
throunfiskneyslu.pdf540KBTakmarkaður Fiskneysla - heild PDF  
throunfiskneyslu_e.pdf136KBOpinn Fiskneysla - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
throunfiskneyslu_h.pdf152KBOpinn Fiskneysla - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
throunfiskneyslu_u.pdf88,8KBOpinn Fiskneysla - útdráttur PDF Skoða/Opna
Þróun fiskneyslu_v... .pdf7,03MBTakmarkaður Fiskneysla - viðaukar PDF