is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13710

Titill: 
  • Sjóðstreymi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjóðstreymi er fjárstreymisyfirlit og gegnir mikilvægu hlutverki í ársreikningi fyrirtækja. Ársreikningi er ætlað að veita upplýsingar um fjárhagstöðu fyrirtækis og árangur þess og inniheldur hann m.a. rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi og skýringar.
    Sjóðstreymi sýnir innstreymi og útstreymi handbærs fjár og skýrir breytingar þess milli tímabila. Það sýnir einnig stærðina handbært fé frá rekstri sem er ein mikilvægasta stærðin í ársreikningum fyrirtækja en hún gefur til kynna hversu mikið fé rekstur fyrirtækisins skilaði á tímabilinu eða hversu mikið fé rann til hans. Þessar mikilvægu upplýsingar gagnast t.d. lánadrottnum til að vita hvort fyrirtækið hafi aflað nægilegs fjármagns til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart þeim.
    Sjóðstreymi skal semja í samræmi við lög um ársreikninga eða samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Hægt er að túlka íslensk lög um reikningsskil nokkuð vítt og hefur reikningsskilaráð gefið út reglur sem fara skal eftir m.a. við gerð sjóðstreymis.
    Sjóðstreymi er flokkað í þrjár tegundir hreyfinga: rekstrar-, fjárfestingar- og fjármögnunarhreyfingar eftir því hvers konar viðskipti handbærs fjár áttu sér stað. Tilgangurinn með þessari flokkun er að veita upplýsingar um hvaða áhrif þessi viðskipti höfðu á handbært fé. Við framsetningu rekstrarhreyfinga eru tvær aðferðir í boði: bein og óbein aðferð. Báðar aðferðir verða útskýrðar á ítarlegan hátt og samanburður gerður á þeim og greint frá því hvorri aðferðinni sé réttara að beita.
    Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar voru innleiddir í lög hér á landi á árunum 2004 og 2005 og er tilgangur þeirra að eyða ósamræmi í reikningsskilum milli félaga í heiminum.
    Til þess að nálgast þær mikilvægu upplýsingar sem ársreikningurinn inniheldur getur þurft að beita smá fyrirhöfn. Greining á kennitölum er góð leið við að greina sjóðstreymi fyrirtækis. Skoðaður verður ársreikningur fjarskiptafyrirtækisins Vodafone og kennitölur úr honum reiknaðar með áherslu á kennitölur úr sjóðstreymi ásamt því að niðurstöður þeirra verða túlkaðar.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13710


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa_Gunnlaugsdottir.pdf562.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna