is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13711

Titill: 
  • Hlutverk fangelsa í nútímasamfélagi: Endurkomur fanga og notkun úrræða á Íslandi og Englandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er farið yfir þróun í átt að harðari refsistefnu sem ágerst hefur síðan 1970 hjá vestrænum nútímaríkjum. Sérstaklega er sjónum beint til Íslands og Englands borið saman við þróunina í Bandaríkjunum. Fjallað er um tvö sjónarmið gagnvart refsingum, annars vegar gagnsemishyggju og hins vegar endurgjald. Skoðað er hvernig þessi sjónarmið samræmast úrræðum innan fangelsiskerfisins, þá aðallega reynslulausn. Endurhæfing fellur undir gagnsemishyggju og hefur verið notuð mikið á tuttugustu öldinni. Sumar rannsóknir benda hins vegar til þess að bæði Ísland og England séu að feta í fótspor Bandaríkjamanna og kerfið sé að verða refsimiðaðra. Óvíst er hvaða áhrif það hefur á endurkomur fanga.
    Í þessu samhengi er farið yfir stöðu mála á Íslandi og Englandi þar sem reynslulausn er úrræði sem notað er í báðum löndum. Hjá Íslandi hefur reynslulausn verið notuð með góðum árangri síðustu ár og endurkomum fanga hefur fækkað. Á Englandi hefur reynslulausn aftur á móti verið notuð í minna mæli síðustu ár og fangelsi þar í landi eru nú yfirfull. Niðurstaðan er sú að úrræði innan fangelsiskerfisins hafa jákvæð áhrif á endurkomur fanga ef vel er staðið að þeim. Hörð refsistefna með úrræðum sem ekki eru framkvæmd nægilega vel hefur ekki borið góðan árangur, heldur aðeins skilað sér í yfirfullum fangelsum.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13711


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_snidmat-3.pdf678.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna