is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13712

Titill: 
  • Ósamhverfar upplýsingar. Rannsókn á fiskmarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari verður leitast við því að sýna fram á tilvist ósamhverfra upplýsinga á íslenskum fiskmarkaði. Auk þess verður greint hvort samband sé milli velgengni á fiskmarkaðnum og eiginleika skipanna sem þar selja afla. Gögnin sem notuð eru í rannsókninni eru fengin úr tveggja þátta hedónsku líkani sem beitt var á sölugögn frá fiskmörkuðum á Íslandi. Föst gæðaáhrif skipa sem selja á markaðina voru greind. F prófi er beitt á gæðaáhrifin til að sýna fram á tilvist ósamhverfra upplýsinga og Wald-Wolfowitz prófi er beitt á gögnin til að sýna að til séu skip sem kerfisbundið fá hærra verð en önnur. Röðuðu probit líkani er svo beitt á niðurstöður Wald-Wolfowitz prófanna og eiginleika skipanna til að greina hvort einhver eiginleikanna hafi áhrif á hvort skip njóti velgengni eður ei. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að hægt er að hafna með miklu öryggi þeirri tilgátu að ekki sé vandi tengdur ósamhverfum upplýsingum á fiskmörkuðum á Íslandi. Einnig fást þær niðurstöður að til eru skip sem fá töluvert yfirverð fyrir afla sinn ásamt því að jákvætt samband kemur í ljós milli stæsta flokks smábáta og velgengni á mörkuðum.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13712


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritKristinnKarel.pdf777.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna