is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13716

Titill: 
  • „Að nálgast hlutina frá öðrum sjónarhornum.“ Upplifun af notkun stoðtækni
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fjallar um reynslu og upplifun þeirra sem nýta stoðtækni vegna skyndilegrar eða meðfæddrar skerðingar. Hún er byggð á hefð mannfræðinnar um heildræna nálgun með víðu sjónarhorni á samspil líkama og tækni. Rannsóknin var framkvæmd á tímabilinu janúar til nóvember 2012 og alls voru þátttakendur í formlegum viðtölum átta en mörg óformleg viðtöl voru tekin við stoðtækninotendur, starfsfólk stoðtæknifyrirtækja og opinberra stofnanna. Rannsóknin er framkvæmd sem etnógrafía með áherslu á fyrirbærafræðilega nálgun.
    Við skyndilegan útlimamissi tóku þátttakendur á móti breyttum aðstæðum, skerðing þeirra varð raunveruleg en fötlun ekki undirliggjandi fasti. Þátttakendur tókust á við veikindi sín og með aðstoð hugmynda byggða á tvíhyggju, um aðskilnað líkama og sálar, hófst leið þeirra í átt til bata. Þegar læknisfræðilegri meðferð og endurhæfingu þátttakenda lauk tók á móti þeim nýjar aðstæður. Aðstæður sem mættu bæði þeim sem nýta stoðtækni vegna skyndilegrar skerðingar og þeim sem nýta stoðtækni vegna meðfæddrar skerðingar. Þátttakendur leituðu sér fljótlega þjónustu innan „kerfisins“ en flestir þeirra upplifðu það sem frumskóg sem erfitt er að rata um. Allir þátttakendur rannsóknarinar völdu stoðtækni til hagnýtrar notkunar en tæknin sjálf líkir sífellt meir eftir virkni líkamans og fellur að ríkjandi hugmyndum samfélagsins um mikilvægi þátttöku. Fram kom að ef notkun stoðtækni aðlagast vel þá hættir notandinn að leiða hugann sérstaklega að notkun hennar. Draga má þá ályktun að líkamlegur sjálfveruleiki nái þá yfir líkama og tækni. Líkömnun eigi sér stað og upplifun af umhverfinu verði út frá líkama, huga og stoðtækni, án aðgreiningar.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð Edda J..pdf576.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni HÍ.JPG103.74 kBLokaðurYfirlýsingJPG