is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13717

Titill: 
  • Sameining ráðuneyta. Innanríkisráðuneytið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er sameining samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis- og dómsmála- og mannréttindaráðuneytis í innanríkisráðuneyti út frá sjónarhóli starfsmanna og stjórnenda. Í ljósi þess hversu mikið hefur verið um sameiningar ráðuneyta undanfarin ár taldi rannsakandi að áhugavert væri að skoða hvernig staðið væri að slíku ferli svo draga megi lærdóm af því sem vel er gert og þeim mistökum sem eiga sér stað.
    Ákveðið var að skoða ferli sameiningar út frá breytingastjórnun, þá sérstaklega hugmyndafræði ADKAR og athuga hvernig ferlið fellur að henni.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru tekin átta viðtöl við starfsmenn og stjórnendur innanríkisráðuneytisins til þess að fá innsýn inn í upplifun þeirra af ferlinu. Einnig var rýnt í gögn frá Alþingi um framvindu málsins þar til þess að öðlast skilning á undirbúningi og rökstuðningi fyrir sameiningu.
    Niðurstöður benda til þess að ekki hafi verið staðið nægilega vel að undirbúningi sameiningarinnar og að rökstuðningi fyrir henni hafi verið ábótavant. Einnig að undirbúningstími sameiningarferlisins hafi verið of stuttur. Það hafi síðan skilað sér í því að starfsmenn skynjuðu ekki þörf fyrir sameiningu eða skildu hvers vegna ákveðið var að sameina. Í kjölfarið hefur gætt óánægju meðal þeirra en hana má einnig rekja til aukins vinnuálags og erfiðleika við að sameina vinnustaðamenningu. Þó kemur einnig fram að stjórnendur innan ráðuneytisins hafi að mati starfsmanna gert sitt besta og að ýmsum þáttum hafi verið vel sinnt innanhúss, svo sem upplýsingamiðlun.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð-0901.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna