is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13718

Titill: 
  • Fræðileg samantekt á sambandi starfsánægju og frammistöðu starfsmanna: Sérstök áhersla á veitingarekstur
  • Titill er á ensku Theoretical overview of the relationship between job satisfaction and employee performance: Special emphasis on the restaurant industry
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er fræðileg samantekt á starfsánægju og frammistöðu starfsmanna og hvert orsakasamhengi þessara þátta er. Sérstök áhersla verður lögð á hvernig þessir þættir verka í veitingaiðnaði. Efni þessarar ritgerðar er eitt mest rannsakaða efni innan vinnusálfræðinnar og á sér langa sögu.
    Ritgerðinni er skipt í þrjá meginkafla. Í fyrsta kafla er leitast við að útskýra hugtakið starfsánægja og farið er nánar út í áhrif hennar og hvernig hún er mæld. Starfsánægja er flókið og víðtækt hugtak, sem fræðimenn hafa lengi deilt um. Farið er yfir helstu kenningar um starfsánægju og mismunandi leiðir til að mæla hana. Einnig er tekið fyrir hvernig starfsánægju er háttað innan veitingareksturs.
    Annar kafli fer nánar út í frammistöðu starfsmanna og hvað felst í því hugtaki ásamt því að fjalla um mikilvægi frammistöðustjórnunar og frammistöðumats. Einnig er fjallað um frammistöðu starfsmanna í veitingarekstri.
    Að lokum fjallar þriðji kafli um sjálft sambandið milli þessara þátta. Farið er stuttlega yfir sögu sambandsins ásamt því að fjalla um sjö líkön Judge Judge, Thoresen, Bono og Patton (2001) um frammistöðu-starfsánægju sambandið. Einnig er farið yfir heildargreiningar (e.meta-analysis) á sambandinu og að lokum reynt að tengja þessa umfjöllun við rekstur í veitingaiðnaði.
    Niðurstöður verkefnisins sýna að þó fræðimenn eru almennt sammála um að einhver tengsl séu milli frammistöðu og starfsánægju er óljóst hvernig þessum tengslum er háttað. Þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið sýna ósamræmdar niðurstöður og eru ómarktækar. Því er þörf á frekari rannsóknum um þetta efni. Lítið er um aðgengilegar rannsóknir sem sérstaklega tengjast veitingaiðnaði en til hliðsjónar voru skoðaðar rannsóknir úr tengdum iðnaði. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna töluverð tengsl milli starfsánægju og frammistöðu. Þó er mikilvægt að taka þeim niðurstöðum með fyrirvara þar sem tilgangur þeirra var ekki að rannsaka tengslin innan veitingaiðnaðarins.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda_Bjarnadottir_bs.pdf870.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna