is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13719

Titill: 
  • Ákvarðanataka í fjármálabólum. Netbólan og tilfelli Raufarhafnar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér verður leitast við að svara því hvað hafði áhrif á ákvarðanir fjárfesta í netbólunni út frá sjónarmiðum atferlisfjármála og fjárfestingar Raufarhafnarhrepps teknar sérstaklega fyrir í því sambandi.
    Atferlisfjármál er tiltölulega ung fræðigrein sem hefur á undanförnum árum fengið aukna athygli og einkum beint sjónum sínum að ýmsum frávikum á markaði sem rúmast ekki innan hefðbundinna kenninga sem gera ráð fyrir skynsömum fjárfestum og skilvirkum mörkuðum. Samkvæmt atferlisfjármálum er ekki gert ráð fyrir að fjárfestar búi yfir fullri skynsemi og rót þess liggi gjarnan í að mannshugurinn nýti ýmsar flýtileiðir (e. heuristics) við að taka ákvarðanir sem geti kerfisbundið skekkt (e. biased) gæði ákvarðana fjárfesta.
    Fjármálabólur eru líklega eitt augljósasta dæmið um frávik frá skilvirkum mörkuðum. Netbólan um síðustu aldamót er mörgum í fersku minni, en þá seldust hlutabréf, einkum í ákveðnum fyrirtækjum afar vel. Mikil eftirspurn og væntingar urðu til þess að verð hækkuðu gríðarlega á stuttum tíma, en féllu jafnharðan aftur þegar væntingarnar létu undan síga. Margir fjárfestar töpuðu stórum hluta þeirra fjármuna sem þeir höfðu notað til að kaupa þessi bréf.
    Raufarhafnarhreppur var einn þessara fjárfesta. Hreppnum áskotnaðist peningur í kjölfar sölu á hlut sínum í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Jökli hf. árið 1999. Um 130 milljónir fóru í kaup á markaðsverðbréfum á árunum 1999 til 2000, bæði í gegnum fjárvörslusamning við Íslensk verðbréf og milliliðalaust. Þar af töpuðust um 25 milljónir, sem gera um 45 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Í niðurstöðum ritgerðarinnar er dregin sú ályktun að ákvarðanir forsvarsmanna hreppsins hafi litast af ýmsum sammannlegum flýtileiðum eða þumalputtareglum sem hefur verið sýnt fram á að mannshugurinn notar þegar valkostir eru metnir og geta skert gæði ákvarðana. Umhverfi netbólunnar hafi ýkt þessar tilhneigingar enn frekar.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð 10 - Elísabet Gunnarsdóttir LOK.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna