is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13731

Titill: 
  • Fjárfesting í höftum. Hvernig hefðu heimili átt að ávaxta sparnað sinn á árunum eftir setningu gjaldeyrishafta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 2008 varð bankahrun á Íslandi þar sem þrír stærstu bankar landsins féllu með stuttu millibili. Þetta olli miklum erfiðleikum í íslenska hagkerfinu og gripu stjórnvöld til þess ráðs að setja á gjaldeyrishöft. Með þessari lagasetningu fækkaði ávöxtunarkostum íslenskra heimila þar sem þau voru knúin til að ávaxta sparnað sinn innanlands. Tímabilið frá byrjun árs 2009 til loka árs 2012 verður tekið fyrir í þessu samhengi því enn eru ófyrirséð um hversu lengi gjaldeyrishöftin koma til með að vera í gildi og er þar með ótækt að spá fyrir um langtímaáhrif þessarar lagasetningar.
    Kreppan í Malasíu, sem nú er liðin hjá, þykir áþekk þeirri sem skall á hér á landi og þá sérstaklega aðdragandinn að henni. Það er því áhugavert að skoða áhrif á ávöxtunarkosti og þróun þeirra þarlendis og einnig í öðrum löndum til samanburðar. Litið er á ávöxtun á fasteignamarkaði í þessu sambandi, bæði á því að eiga húsnæði, leigja út eða að borga upp lán. Þar að auki er farið yfir ávöxtun á hlutabréfa- og skuldabréfasöfnum og reynt að spá fyrir um hver framtíð þessara markaða verður. Þar sem mörg heimili hafa geymt sparifé sitt á bankareikningum verður sá ávöxtunarkostur kannaður sérstaklega og að lokum leitast við að greina þá leið sem er æskilegust fyrir skuldsett heimilin og skilar mestri ávöxtun miðað við núverandi ástand.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurður Heiðar Baldursson BS.pdf654.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna