is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13732

Titill: 
  • „Ævintýraleit, þetta er bara ein stór ævintýraleit.“ Náms- og starfsferill ungs fólks með óstarfstengt háskólanám að baki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í náms- og starfsferil ungs fólks sem lokið hefur fræðilegu meistaranámi innan félags- og mannvísinda sem veitir ekki starfsréttindi. Tekin voru hálf-stöðluð viðtöl við sjö einstaklinga á aldrinum 26-30 ára sem hafa nýlega útskrifast úr óstarfstengdu meistaranámi. Helstu niðurstöður sýna að áhugi er helsti drifkraftur þessara einstaklinga í tengslum við val á námi. Þeir eru meðvitaðir um að námið sem þeir völdu teljist ekki hagnýtt því það hefur ekki beina tengingu við störf en þeir líta svo á að það veiti góðan almennan grunn fyrir vinnumarkaðinn. Meistaranám virðist vera eðlilegt framhald í kjölfar grunnnáms og það ásamt reynslu úr fyrri störfum eykur persónulegan þroska og ýtir undir þróun á starfsferli. Að loknu námi hefja þeir störf sem ekki endilega tengjast námi þeirra. Viðmælendur líta ekki á starfsferil sinn sem beina línu þar sem farið er í starf og því sinnt um ókomna tíð heldur eru þeir opnir fyrir að skipta um störf og auka á fjölbreytni starfsferils síns. Það er þeim mikilvægt að störf veiti ánægju og séu innan þeirra áhugasviðs. Niðurstöðurnar gætu nýst náms- og starfsráðgjöfum sem vinna með þessum hópi ungs fólks og þeim sem standa frammi fyrir vali á háskólanámi. Eins gætu þær gagnast stjórnendum háskóla og kennurum þeirra fræðasviða sem óstarfstengdar námsgreinar falla undir.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg_Hanna_Björnsdóttir.pdf678.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna