is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13733

Titill: 
  • Tímarnir breytast og mennirnir með: Kynslóðir á vinnumarkaði, greining á gögnum SFR
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Vinnumarkaður í hinum vestræna heimi hefur breyst mikið undanfarin 100 ár eða svo, úr bændasamfélögum yfir í það iðnaðar- og þekkingasamfélag sem nú er við lýði. Því hefur löngum verið haldið á lofti að munur sé á milli kynslóða varðandi hina ýmsu þætti í lífinu. Kynslóðirnar sem eru hvað virkastar á vinnumarkaði í dag eru þrjár: uppgangskynslóðin (f.1943-1960), X-kynslóðin (f.1961-1981) og Y-kynslóðin (f.1982-2005).
    Tilgangur: Markmiðið með verkefninu er að varpa ljósi á hvort munur sé á viðhorfi kynslóðanna þriggja til stjórnunar, starfsánægju og starfsumhverfis.
    Aðferðafræði: Verkefnið byggir á gögnum úr könnuninni Stofnun ársins 2012 sem SFR lét gera. Þátttakendur í könnuninni voru 2.393 þegar búið var að flokka frá ógild svör, þar af voru 1447 (60%) af uppgangskynslóðinni, 803 (34%) af X-kynslóðinni og 143 (6%) af Y-kynslóðinni. Til að lýsa niðurstöðum á einfaldan hátt var notuð lýsandi tölfræði. Meðaltöl voru fundin og marktækni reiknuð út með kí-kvaðrat prófum. Við túlkun niðurstaðna var ályktunartölfræði beitt.
    Niðurstöður: Helstu niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að munur er á viðhorfum kynslóðanna þriggja til aðbúnaður á vinnustað og starfsánægju þeirra. Hinsvegar er lítill sem enginn munur á viðhorfum kynslóðanna til stjórnenda og stjórnunar á sínum vinnustað. Uppgangskynslóðinni líður betur og eru ánægðari í starfi en bæði X- og Y-kynslóðirnar. Uppgangskynslóðin er einnig stoltust af bæði starfi sínu og stofnuninni sem þau starfa hjá en Y-kynslóðin er ánægðust með vinnustaðamenninguna. Uppgangskynslóðin var ánægðust með alla þætti er viðkomu starfsumhverfi en Y-kynslóðin var óánægðust.
    Lykilhugtök: kynslóð, kynslóðamunur, starfsánægja, starfsumhverfi.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13733


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS.Anna Dís.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna