is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13754

Titill: 
  • Ástæða útvistunar
  • Titill er á ensku Reason for outsourcing
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar var að rannsaka ástæðu þess að stjórnendur útvisti þjónustu úr skipulagsheildinni og leitað var svara við hvort þær væru með fastmótaða stefnu varðandi útvistun. Einnig var leitað svara hverjar ástæður eru fyrir því að útvista og hversu hlynntir stjórnendur eru gagnvart útvistun á þjónustu, ásamt hvaða verkþáttum er verið að útvista. Að lokum var leitað svara við hverjir eru kostir og gallar þess að útvista.
    Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn og er ekki hægt að yfirfæra niðurstöður yfir á íslenskar skipulagsheildir, þar sem rætt var við fáa viðmælendur. Útvistun er lítið rannsökuð hérlendis og fræðilegi hluti rannsóknarinnar byggir á erlendum heimildum.
    Helsta niðurstaðan er að tvær skipulagsheildir eru með formlega stefnu að sinna eingöngu kjarnastarfseminni. Helstu ástæður útvistunar er kostnaðarlækkun, hagræðing og fagþekking innan skipulagsheildarinnar og voru viðmælendur oftast hlynntir útvistun. Algengast er að útvista ræstingum, bókhaldsþjónustu, hug- og vélbúnaðarþjónustu, vefumsjón, kaffiumsjón, öryggisgæslu og símsvörun eða verkefnum sem þarfnast minni formlegrar menntunar. Fyrir efnahagshrunið árið 2008 einbeittu stjórnendur sér að því að auka tekjur sem í dag eru þeir uppteknari við að draga úr kostnaði. Verkþættir skila sér frekar til föðurhúsa ef um verkefnaskort er að ræða til að forðast uppsagnir á starfsfólki. Helmingur viðmælenda töldu trúnaðarbrest ekki vera ógn, þar sem þeir telja sig geta tryggt sig vel með samningum, en aðrir telja hann mikla hættu þar sem það geti nýst samkeppnisaðila. Hætta er á að aðilar verði háðir hvor öðrum og að stjórnandi missi yfirsýn og tækifæri. Starfsmaður sem fengin er til að starfa annarstaðar en hann er ráðin á það á hættu að einangrast og upplifa sig utanveltu. Viðmælendur töldu útvistun dýra í stökum verkþáttum. Kostir voru kostnaðarlækkun, sparnaður, hagræðing og fagþekking. Stjórnendur gátu einbeitt sér að kjarnastarfsemi og lykilgetu skipulagsheildarinnar. Vinnulöggjöfin er ókostur fyrir fagaðila en kostur fyrir stjórnendur, vegna þess hversu sveigjanleg hún er. Hægt er að lækka fastan kostnað og minnka yfirbyggingu. Viðmælendur leituðu meira eftir fjárhagslegum ávinningi en þekkingarlegum.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this paper was to examine managers‘ reasons to outsource services from organizations and whether organizations had formulated a policy for outsourcing. The objective was also to find the reasons to outsource, whether managers are in favour of outsourcing, as well as to gain knowledge on what project segments are being outsourced. Finally the pros and cons of outsourcing were examined.
    The paper is built on qualitative research and therefore the results cannot be used to draw general conclusions about Icelandic organizations as a whole because the sample was small. Outsourcing hasn‘t been examined extensively in Iceland so the theoretic part is based on foreign sources.
    The main result is that two organizations have a formal policy to tend only to their core activities. The main reasons for outsourcing are reduced cost, streamlining and professional knowledge within the organization. The respondents were mostly in favour of outsourcing. It‘s most common to outsource cleaning services, accounting services, soft- and hardware services, web management, coffee services, security services and telephone answering services, as well as other services that require less formal education. Before the economic crisis struck Iceland in 2008 managers focused on increasing revenues but today they‘re more occupied with the costs. Project segments are rather dealt with within the organization when there‘s a lack of projects to prevent lay-offs. 50% of the respondents didn‘t see a breach of confidence as a threat, and believed they could secure themselves by contracts. However, other respondents think a breach of confidence can pose a big threat and benefit competitors. There‘s the risk of both parties being dependent on eachother and managers lacking an overview and opportunities. An employee that is made to work in a different place than what he‘s hired to runs the risk of getting isolated and feeling like an outsider. The respondents believed outsourcing to be expensive in single project segments. Benefits were cost savings, streamlining and professional knowledge. Managers were able to focus on core activities and key competences of the organization. Work legislation is a disadvantage for professionals but an advantage for managers, because of how flexible it is. It gives them the opportunity to reduce fixed cost and reduce overhead. The respondents were more occupied with financial profits than professional.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ástæða útvistunar.pdf953.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna