is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13769

Titill: 
  • Streymi og stíflur: Vangaveltur um siðfræði og heilagleika vatns
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið mitt með þessari ritgerð er að kanna hvernig margvíslegir þættir hafa áhrif á siðferðilega afstöðu manna gagnvart náttúrunni og í hverju sú siðfræði felst sem býr í þessari afstöðu. Ég legg áherslu á tvær þekktar stíflur, Sardar Sarovar-stífluna á Indlandi og Kárahnjúkastíflu á Austurlandi. Báðar stíflurnar hafa verið mjög umdeildar. Þeim hefur verið mótmælt harðlega og miklar umræður hafa skapast í kjölfarið. Spurningar sem hafa til að mynda vaknað eru: Hvers virði er náttúra fyrir einstakling og samfélag? Hvernig ber mönnum að fara með náttúruna? Hefur náttúran gildi í sjálfu sér? o.s.frv. Ég kanna einnig hvort heilagleiki og fegurð ættu að skipta máli í ákvarðanatöku um landnýtingu og hvernig viðhorfi til vatns er háttað.
    Í fyrsta hluta fjalla ég ítarlega um með- og mótrök Sardar Sarovar-stíflunnar á Indlandi. Margir þættir koma þar fram, svo sem pólitískar og hagnýtar ástæður, sem og gagnrýni sem felur í sér spurningar um áhættumat, fólksflutninga og siðferðileg álitamál, til að mynda réttur komandi kynslóða. Í öðrum hluta ritgerðarinnar fer ég yfir svipuð álitamál gagnvart Kárahnjúkastíflu. Umfjöllunin er þó aðeins annars eðlis þar sem menning og samfélag eru mjög ólík á Íslandi og á Indlandi. Þó má sjá líkingu þar á milli og ég legg áherslu á þann lærdóm sem fólk getur miðlað af vegna reynslu sinnar af stórframkvæmdum sem þessum.
    Í þriðja hlutanum kanna ég hvort heilagleika sé að finna í íslenskum hugsunarhætti og ég athuga hvort hann sé hluti af náttúrusýn Íslendinga. Náttúrusýn er mjög frábrugðin á Indlandi en þar skiptir heilagleiki miklu máli og skipar stóran sess í indverska samfélaginu. Ég kanna einnig hvort fagurfræði, tilfinningar og reynsla skipti máli í náttúrusýn og siðfræði.
    Í fjórða og síðasta hlutanum fjalla ég um vatn og viðhorf til þess. Vatn er forsenda alls lífs og er viðhorfið til þess mjög mismunandi eftir landssvæðum. Íslendingar hafa töluvert aðra sýn og önnur viðhorf til vatns en Indverjar en ég held því fram að það sé hægt að afla mikillar og mikilvægrar þekkingar með því að kanna önnur og öðruvísi viðhorf. Það er mikilvægt að skoða allar hliðar málsins þegar tekin er ákvörðun um landnýtingu og þegar stórar stíflur eins og Sardar Sarovar-stíflan og Kárahnjúkastíflan eru byggðar.

Samþykkt: 
  • 15.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Titil- og forsíða.pdf112.01 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Streymi og stíflur.pdf4.23 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna