is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13772

Titill: 
  • Umfang og eðli lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna á Landspítala
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þekkt er að stundum tekur hjúkrunarfræðingur þá ákvörðun í starfi sínu að gefa sjúklingi lyf án þess að skrifleg fyrirmæli læknis liggi fyrir. Á Landspítala er slík lyfjagjöf skráð í rafræna lyfjaskráningarkerfið Therapy sem stök lyfjagjöf. Ástæða stakrar lyfjagjafar getur m.a. verið að lyfjagjöf þolir ekki bið og ekki næst í lækni, því tekur hjúkrunarfræðingur þá ákvörðun að velja og gefa lyf með öryggi og líðan sjúklings að leiðarljósi. Í sumum löndum hafa hjúkrunarfræðingar með ákveðna menntun og/eða reynslu leyfi til lyfjaávísana. Umfang stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna er ekki þekkt.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á umfang lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga á Landspítala sem eru án fyrirmæla lækna.
    Þýði rannsóknar voru allar lyfjagjafir sem voru skráðar í rafræna lyfjaskráningarkerfinu Therapy á Landspítala. Úrtak rannsóknar voru allar stakar lyfjagjafir sem eru skráðar af hjúkrunarfræðingum í rafræna lyfjaskráningarkerfinu Therapy á skurðlækningasviði, lyflækningasviði, geðsviði, og kvenna –og barnasviði á Landspítala árin 2010 og 2011. Rannsóknarsniðið var megindlegt og lýsandi. Fengin voru gögn um stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga úr sjúkraskrá sjúklinga, úr rafræna lyfjaskráningarkerfinu Therapy frá heilbrigðis og upplýsingatæknisviði Landspítala.
    Niðurstöður sýna að árið 2010 var fjöldi stakra lyfjagjafa samtals 63.454 og jókst árið 2011 í 69.132 eða um 8,95% og er marktækur munur milli ára. Þau klínísku sjúkrasvið sem mest ávísuðu stökum lyfjum, eru skurðlækningasvið og lyflækningasvið. Mest var ávísað úr N-flokki 65,3% árið 2010 og 65,0% árið 2011. N-flokkur inniheldur m.a.verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf. Næst mest var ávísað úr A-flokki 15,7% árið 2010 og 16,8% árið 2011. A-flokkur inniheldur m.a. ógleðistillandi og sýrubindandi lyf.
    Niðurstöður benda til þess að stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna séu umtalsverðar sérstaklega á skurðlækningasviði og lyflækningasviði og úr ákveðnum lyfjaflokkum. Frekari rannsókna er þörf á ástæðum stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna, hvernig tryggja megi sem öruggasta og skilvirkasta lyfjameðferð sjúklinga á bráðasjúkrahúsi og hvort ástæða sé til að huga að breyttu verklagi eða reglum er lúta að ákveðinni lyfjameðferð sjúklinga.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
    Vísindasjóði Landspítala
Athugasemdir: 
  • Leiðréttingar: Á bls 15 slæddist einn auka tölustafur með og á bls 20 í niðurstöðukafla á því að vera 4% stað 0.4%.
Samþykkt: 
  • 15.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hulda-ritgerd.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna