is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13777

Titill: 
  • Þýddar afþreyingarbókmenntir á Íslandi: Staða og framtíðarhorfur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með aukinni útbreiðslu á afþreyingarefni á ensku hefur aðgengi neytenda að efninu aukist jafnt og þétt. Nýjustu, sem og komandi, kynslóðir alast upp við þetta mikla aðgengi og temja sér ensku tiltölulega fljótt. Þannig hefur notkun ensku við nám, vinnu og afþreyingu aukist jafnt og þétt. Það er erfitt að segja til um hvert þessi þróun muni leiða en það er að minnsta kosti öruggt að neytendur eru í auknum mæli farnir að kjósa afþreyingu á ensku. Því má velta því fyrir sér hvort hætta sé á því að okkar öflugi þýðingamarkaður dragist saman í framtíðinni vegna þess að áhugasvið hinna ungu neytenda liggur annars staðar?
    Fyrsti kafli ritgerðarinnar fjallar almennt um þýðingar á afþreyingarbókmenntum og setur þær jafnframt í samhengi við þýðingamarkaðinn í heild. Í honum er einblínt á umræðuna um þýðingar í samfélaginu og stuðst við greinar sem birst hafa í hinum ýmsu tímaritum og dagblöðum frá aldamótunum 2000. Í kaflanum er fyrst og fremst leitast við að draga upp heildstæða mynd af stöðu þýddra afþreyingarbókmennta á bókamarkaðnum og mikilvægi þýðinga almennt fyrir menninguna í landinu.
    Annar kafli fjallar um sjónarmið útgefenda og styðst við viðtöl sem tekin voru við þrjá íslenska útgefendur í tengslum við þetta verkefni haustið 2012. Þriðji kafli tekur síðan til þeirra neytenda sem einblínt er á í þessari ritgerð, hinna ungu og upprennandi neytenda og greinir frá niðurstöðum rannsóknar sem lögð var fyrir menntaskólanemendur á aldrinum 18-20 ára í tengslum við þetta verkefni haustið 2012.

Samþykkt: 
  • 15.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerð_AMB.pdf705.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna