is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13791

Titill: 
  • Lagt í vörðuna : geðræktarverkefni fyrir miðstig grunnskóla
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Lagt í vörðuna er þróunarverkefni í geðrækt. Helstu markmið verkefnisins eru að auka vellíðan nemenda, efla og styrkja sjálfsmynd þeirra, gera þá meðvitaðri um andlega líðan og kenna þeim leiðir til að draga úr vanlíðan. Megindleg og eigindleg rannsókn var gerð til að kanna hvort þróunarverkefnið hefði skilað nemendum aukinni vellíðan og bættum skilningi á eigin líðan. Einnig var kannað hvort nemendur hefðu notfært sér svokallaðan geðræktarkassa sem leið til að draga úr vanlíðan. Þrenns konar spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur, viðhorfskönnun, strax eftir að verkefni lauk og nemendakönnun og foreldrakönnun, tveimur og ellefu mánuðum eftir að verkefni lauk. Einnig voru tveir rýnihópar með samtals tólf nemendum kallaðir saman. Svarhlutfall í viðhorfskönnun var 100%. Svarhlutfall í nemenda- og foreldrakönnun var 87,3% í úrtaki 55 nemenda og 55 foreldra þeirra.
    Samkvæmt niðurstöðum svöruðu 65% nemenda að vellíðan þeirra hefði aukist eftir þátttöku. Tveir af hverjum þremur nemendum svöruðu því til að þeir skildu betur hvernig þeim leið og í 67% tilvika þekktu nemendur leiðir út úr vanlíðan. Nemendur töldu almennt að verkefnið hefði skilað þeim meiri þekkingu á geðrækt. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu einnig til kynna að viðhorf foreldra til verkefnisins væru í 98% tilfella jákvæð og 94% foreldra fannst verkefnið áhugavert.

  • Útdráttur er á ensku

    Adding to the cairn is a development project in promoting mental health. The goal of the project is to increase student’s well-being, enhance and strengthen their self image, make them more aware of their own mental health and to teach them methods to deal with misery.
    Quantitative and qualitative research was used to evaluate the outcome of the development project. The research was intended to study whether the developmental project had resulted in student’s better understanding of their well being. Also to study if they had utilized the mental aid box or the ten commandments of mental health. Three kinds of questionnaires were used for participants, a survey on attitudes was administered right after the project. A questionnaire for students and their parents were administered two and eleven months after the project. Two focus groups were assembled with twelve students. All of the students answered the attitude survey. Answers were collected from 48 participants out of a sample of 55 students and parents.
    According to results 65% of students answered that their well being had increased after participation. Two thirds of students answered that they understood better how they felt and in 67% of the cases students had better knowledge of methods to deal with misery. Students thought the project had improved their understanding of mental health promotion. Results from the research indicated that 98% of parents had a positive disposition towards the project and 94% of parents thought the project intriguing.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 16.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lagt í vörðuna.pdf494.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna