is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (MA, M.Mus., M.Mus.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13792

Titill: 
  • Tónskynjun í hljóði
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er skoðað hvernig fólk án virkrar heyrnarstöðvar skynjar tónlist.
    Kannað er hvort það geri greinarmun á tónlist og öðrum hljóðum og viðbrögð þeirra borin saman. Einnig eru borin saman viðbrögð þeirra og heyrandi einstaklinga við sömu hljóðdæmunum. Leitast er við að skoða hvort hægt sé að nálgast ásetning tónskáldsins með tónsmíðinni og líðan þess eða hugsanir með því að hlusta á tónverk á annan hátt en hefðbundið er.
    Þegar tóndæmin voru lögð fyrir þátttakendur var annars vegar notast við uppblásnar blöðrur og hins vegar ómborð. Leitast var við að sniðganga sem mest djúpt og þungt slagverk með jöfnu slagi í valdri tónlist. Tónverkin voru flest þekkt og spönnuðu vítt svið tónlistarsögunnar. Miðaðist val þeirra við að þau sýndu breiðan tilfinningaskala og væru þekkt fyrir þær sakir. Greining á upplifun hljóðdæmanna byggist á viðtölum við þátttakendur, samanburði á svörum þeirra og hvernig þau samræmast skilgreindri lýsingu á tónverkunum.
    Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til að samræmis gæti í skynjun heyrnarlausra á hljóðdæmunum og að samsvörun sé á milli upplifunar þeirra á tónlist og heyrenda. Virðist því sem heyrnarlausir geri greinarmun á tónlist og hljóði.
    Síðari hluti þessa prófverkefnis er tónsmíð sem á rætur í ofangreindri rannsókn. Skýrt dregnar og sterkar lýsingar á tilfinningalegum viðbrögðum fólks, sem almennt er ekki talið fært um að meðtaka tónlist, vöktu forvitni og fyrirheit um nýjar tónlistarvíddir. Lýsingarnar opnuðu dyr að menningarheimi heyrnarlausra, „döff“ menningunni, sem tekur mið af skynjun í hljóði. Þar er tjáningarmátinn oft afdráttarlausari en hjá heyrendum og andstæður dregnar skarpari línum. Að mati undirritaðrar á tónlistin ótvíræðan sess í þessum heimi og í verkinu er leitast við að stilla saman jákvæðum og neikvæðum hughrifum til að enduróma lýsingar þátttakenda á tónskynjun sinni.

  • Útdráttur er á ensku

    This research involves an observation of the way in which people with an inoperative auditory system perceive music. A study is made of whether they distinguish between music and other sounds and a comparison made between their reactions. Their reactions are also compared with those of hearers who are presented with the same sound clips. The possibility of approaching the intent of the composers in writing these pieces of music is also examined, as well as their thoughts and emotions, by using different methods in listening to music.
    Inflated balloons, on the one hand, were used when the sound clips were presented to the partic- ipants, and sound boards on the other. An effort was made to avoid deep and heavy percussion with an even beat, to the extent possible, in chosen pieces of music. The majority of the com- positions were well known and covered a wide range of musical history. Their selection was based on their revealing a broad scale of emotions and their being known for that characteristic. The analysis of the experience of the sound clips is based on interviews with the participants; a comparison of their answers, and how these answers conform to the defined description of the music pieces.
    The conclusion of the research indicates a consistency in the deaf participants’ perception of the music pieces and that there is a concordance between their experience of music and that of hear- ers. Thus, it appears as if deaf people make a distinction between music and sound.
    The latter part of this thesis is a musical composition rooted in the above-mentioned research. Clearly drawn and strong descriptions of the emotional reactions of people, who are normally not considered able to perceive music, aroused both curiosity and promise of new musical dimen- sions. The descriptions opened a door to the cultural world of deaf people; the deaf culture that is based on perception in silence. Its form of expression is often more direct than that of hearers and contrasts are more definite. It is the opinion of the undersigned that music has a definite part in this world and with the composition an effort is made to juxtapose positive and negative impressions in order to reflect the participants’ descriptions of their musical perception.

Samþykkt: 
  • 16.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13792


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tónskynjun í hljóði-lokaútgáfa.pdf9.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Tonal.pdf4.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna