is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13797

Titill: 
  • Heildarmat í grunnskólum Reykjavíkur 2007–2010
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Í þessari grein verður fjallað um verkefnið Heildarmat á skólastarfi sem hófst fyrir þremur árum á Menntasviði Reykjavíkur. Sagt verður frá undirbúningi matsins í starfshópi sem stofnaður var 2006 og samstarfi við skólastjórnendur í borginni sem tóku þátt í að móta verkefnið. Framkvæmd matsins er lýst og greint frá því hvert þekking og fyrirmyndir hafa verið sóttar. Heildarmatinu er fyrst og fremst ætlað að styrkja og efla skólastarf og stuðla að umbótum. Í kjölfar matsins gera skólastjórar umbótaáætlun sem byggist á niðurstöðum þess og skila henni til fræðslustjóra sem síðan fylgist með framgangi umbótaverkefna í eitt ár á eftir. Greint er frá skólaheimsókn og gagnaöflun í skólanum, mati á gæðum kennslustunda og hvernig það birtist í matsskýrslu skólans. Loks er fjallað um helstu takmarkanir matsins sem felast m.a. í því að heildarmatið er framkvæmt af starfsmönnum aðalskrifstofu Menntasviðs undir stjórn og á ábyrgð fræðslustjóra í Reykjavík.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 16.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13797


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarmat í grunnskólum Reykjavíkur 2007–2010.pdf359.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna