is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13798

Titill: 
  • Hverjir kenna íslensku, hver er menntun þeirra og hver eru tengsl menntunar og starfsöryggis?
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Spurningalisti var sendur til allra grunnskólakennara og þeir beðnir að tilgreina hver væri menntunarlegur bakgrunnur starfsréttinda þeirra. Þá voru þeir spurðir hvort þeir hefðu kennt íslensku sem bekkjarkennarar og í framhaldi af því hvort þeir hefðu kennt íslensku sem greinakennarar. Einnig voru kennararnir beðnir að meta getu sína til að kenna íslensku með því að gefa sér einkunn á skalanum 1–10. Svör bárust frá 1033 grunnskólakennurum. Þegar niðurstöðurnar voru skoðaðar kom í ljós að 83,9% allra kennara höfðu kennt íslensku sem bekkjarkennarar og 37,3% allra kennara höfðu kennt íslensku sem greinakennarar. Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman kom í ljós að marktækur munur var á milli kennara þegar þeir mátu getu sína til að kenna íslensku; hélst það í hendur við þá menntun sem þeir höfðu fengið. Þeir sem höfðu haft íslensku sem kjörsvið í kennaranámi eða fengið hliðstæða menntun í íslensku treystu sér marktækt betur til að kenna íslensku en aðrir. Þegar skoðað var hverjir höfðu kennt íslensku kom í ljós að stór hluti þeirra sem síst treystu sér til að kenna íslensku, þ.e. gáfu sér lægstar einkunnir, höfðu kennt íslensku.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 16.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13798


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Netla - Hverjir kenna íslensku, hver er menntun þeirra og hver eru tengsl menntunar og starfsöryggis .pdf493.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna