is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13799

Titill: 
  • Hvaða áhrif hafði Aðalnámskráin frá 1999 á bóknámsbrautir framhaldsskóla?
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Með útgáfu Aðalnámskrár framhaldsskóla árið 1999 var reynt að staðla og samræma kennslu til stúdentsprófs meir en áður. Ný lög um framhaldsskóla tóku gildi árið 2008. Samkvæmt þeim endurheimta skólar forræði yfir námskrármálum sem þeir höfðu fyrir 1999. Þeirri tilraun til stöðlunar og samræmingar sem hófst 1999 er því lokið. Hún stóð í tæpan áratug. Frá september 2009 til mars 2010 tók höfundur viðtöl við 18 framhaldsskólakennara í stærðfræði, raungreinum og sögu. Þeir kenna við átta ólíka framhaldsskóla, fjóra menntaskóla og fjóra fjölbrautaskóla. Í þessari grein er því lýst hvaða breytingar áttu að verða á kennslu í þessum þrem greinaflokkum með Aðalnámskránni frá 1999 og að hve miklu leyti þær voru framkvæmdar af viðmælendum mínum. Meginniðurstöður eru að kennsla í þessum átta skólum hafi ekki orðið samræmd í þeim mæli sem Aðalnámskrá krafðist. Eldri skólarnir (menntaskólarnir) breyttust minna en þeir yngri (fjölbrautaskólarnir). Kennarar við skóla sem löguðu sig að miklu leyti að Aðalnámskránni lýstu áhuga á að hverfa aftur til eldri hátta nú þegar skólar fá aftur forræði í námskrármálum og sumir höfðu þegar gert það að nokkru leyti.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 16.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13799


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvaða áhrif hafði Aðalnámskráin frá 1999 á bóknámsbrautir framhaldsskóla.pdf344.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna